Home Fréttir Í fréttum Stórfyrirtæki stefna á starfsemi í Breiðholti

Stórfyrirtæki stefna á starfsemi í Breiðholti

495
0
Uppbygging er hafin undir starfsemi Haga. mbl.is/Árni Sæberg

Tvö stór­fyr­ir­tæki, Hag­ar og Toyota, hyggj­ast hefja starf­semi á tveim­ur lóðum að Álfa­bakka 2 og 4 í Breiðholti inn­an tveggja ára. Sam­an­lagt er áætlað að bygg­ing­ar­magn verði um 17 þúsund fer­metr­ar.

<>

Haf­in er upp­bygg­ing á fimmtán þúsund fer­metra hús­næði fyr­ir starf­semi Haga. Hús­næðið er ætlað und­ir kjötvinnslu Ferskra kjötv­ara, eld­hús fyr­ir Eld­um rétt og skrif­stof­ur tengdri þeirri starf­semi. Stefnt er að því að starf­sem­in hefj­ist öðru hvoru meg­in við ára­mót­in 2026.

Verk­taka­fyr­ir­tækið Klett­ás og fast­eigna­fé­lagið Eigna­byggð standa að upp­bygg­ing­unni en Hag­ar munu leigja hús­næðið af fyr­ir­tækj­un­um und­ir starf­sem­ina.

Toyota stefn­ir á útboð á haust­dög­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Ný versl­un fyr­ir Bílanaust á fyrri hluta árs 2026
Þá hef­ur Toyota tryggt sér lóðina að Álfa­bakka 2 þar sem hug­mynd­in er að sam­eina þrjár starfs­stöðvar Bílanaust und­ir einn hatt. Að sögn Úlfars Stein­dórs­son­ar, for­stjóra Toyota, verður bygg­ing­ar­magnið um 2.000 fer­metr­ar og búið er að samþykkja teikn­ing­ar og hönn­un á bygg­ing­unni. Hins veg­ar á enn eft­ir að fara í útboð og býst hann við því að það verði gert á haust­dög­um.

Úlfar Stein­dórs­son Árni Sæ­berg

„Við erum að horfa til þess að Bílanaust verði með eina glæsi­lega versl­un á þess­um stað í stað þess að vera með þetta á fleiri stöðum,“ seg­ir Úlfar.

Hann seg­ir stefnt sé að því að opna nýja versl­un á fyrri hluta árs árið 2026. Toyota greiddi Reykja­vík­ur­borg um 120 millj­ón­ir króna fyr­ir lóðina auk gatna­gerðar­gjalda.

Heimild: Mbl.is