Home Fréttir Í fréttum Mikill samdráttur í framkvæmdum

Mikill samdráttur í framkvæmdum

82
0
Unnið var að malbikun á Kjalarnesi í fyrra en nú liggur það verkefni í láginni um sinn þar sem fjármuni skortir til framkvæmdanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er al­veg klárt mál og er búið að vera svo síðan í fyrra­haust en þá urðu í raun all­ir jarðvinnu- og mal­biks­verk­tak­ar mjög var­ir við að verk­efn­um sem í boði voru fækkaði og hef­ur svo verið síðan,“ seg­ir Sigþór Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Colas, en hann er jafn­framt formaður Mann­virk­is, hags­muna­fé­lags jarðvinnu- og bygg­inga­verk­taka, spurður um sam­drátt í grein­inni.

<>

Hann seg­ir að þar sé fyrst og fremst Vega­gerðinni um að kenna og vegna skorts á fjár­veit­ing­um frá Alþingi. Hann seg­ir að brýnt sé að fara að vinna á innviðaskuld­inni og einnig þurfi fyr­ir­tæk­in í grein­inni að hafa stöðug­leika og fyr­ir­sjá­an­leika í sinni starf­semi og að áætlan­ir séu trú­verðugar.

„Bitu höfuðið af skömm­inni“

„Þeir bitu höfuðið af skömm­inni með því að fresta af­greiðslu sam­gönguæáætl­un­ar á Alþingi í vor og setja Vega­gerðina í klemmu sem get­ur þannig ekki boðið út verk­efni,“ seg­ir hann og seg­ir að sér finn­ist skrýtið að stofn­un­in geti ekki haldið uppi dampi í vega­gerð þótt ekki sé end­an­lega búið að njörva niður fjár­heim­ild­ir.

„Þetta er mikið hökt og högg fyr­ir fyr­ir­tæki sem eru að reyna að halda sam­fellu í sín­um rekstri,“ seg­ir hann.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, miðviku­dag.

Heimild: Mbl.is