Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Lýsistankarnir á Raufarhöfn fá nýtt hlutverk

Lýsistankarnir á Raufarhöfn fá nýtt hlutverk

60
0
Allt á fullu við Lýsistankana við Aðalgötu á Raufarhöfn. Mynd: Norðurþing/Facebook.

Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi innviðaráðherra, úthlutaði styrkjum í byrjun árs að upphæð 130 milljónum króna til tíu verkefna á vegum sjö landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036.

<>

Verkefnið „Lýsistankarnir á Raufarhöfn fá nýtt hlutverk“ fékk 15 milljónir króna. Verkefnið snýr að því að gera lýsistankana manngenga og mögulega til notkunar fyrir upptökur, listsýningar, tónleika og fleira en sótt var um 20,7 milljónir til verkefnisins.

Glöggir vegfarendur á Raufarhöfn hafa mögulega tekið eftir að það er kominn góður gangur á framkvæmdirnar við Lýsistankana við Aðalgötu

Lýsistankarnir á Raufarhöfn risu á árunum 1938-1940 og hafa ekki verið í notkun um árabil. Tankarnir eru einstakir á Íslandi og mikil verðmæti fólgin í því að gera þá aðgengilega og nýtilega fyrir menningarviðburði.

Heimild: Vikubladid.is