Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Hafnarnefnd furðar sig á framúrkeyrslu á Þórshöfn

Hafnarnefnd furðar sig á framúrkeyrslu á Þórshöfn

102
0
Dýpkun hafnarinnar á Þórshöfn. Mynd/Elías

Dýpkunarframkvæmdir á Þórshöfn vinda upp á sig og hafnarnefnd Langanesbyggðar vill skýringar og svör við því hver eigi að bera umframkostnaðinn sem þegar sé orðinn.

<>

Kostnaður við stækkun hafnarinnar í Þórshöfn er þegar kominn fram úr áætlun og lýsir hafnarnefnd Langanesbyggðar yfir furðu vegna þróunar mála.

Yfirlit yfir framvindu verksins og reikninga sem greiddir var lagt fram á fundi hafnarnefndarinnar í fyrradag Þar kemur fram að heildarverkið stefni á að fara fram úr áætlun og segir í fundargerð nefndarinnar að vandlega þurfi að fara yfir verkþætti til að skoða hvaða liðir eru að valda auknum kostnaði.

Hafnarnefnd lýsir furðu sinni yfir því hve langt fram úr áætlun verkið virðist vera komið varðandi kostnað. Áætlað var að taka 13.500 rúmmetra upp úr höfninni en staða í dag er sú, að efni upp úr höfninni er komið yfir 20 þúsund rúmmetra. Nefndin furðar sig á því að ekki skuli hafa komið fram á verkfundi þegar farið var fram úr því magni sem áætlað var,“ bókar nefndin.

Um er að ræða framkvæmdir sem tengjast áformum Ísfélagsins um verulega aukin umsvif á Þórshöfn.

Kveðst hafnarnefndin vilja að kallaður verði saman fundur með Vegagerðinni, verktakanum, Ísfélaginu, fulltrúum í hafnarnefnd og skipulagsnefnd um þann umframkostnað sem verkið virðist stefna í. Þar verði leitað skýringa á því hver ástæðan sé og hver eigi að bera þann kostnað sem umfram er.

Heimild: Fiskifrettir.vb.is