Home Fréttir Í fréttum Samið við JÁVERK fyrir stórframkvæmd í Bláa lóninu

Samið við JÁVERK fyrir stórframkvæmd í Bláa lóninu

249
0
Bláa lónið. teikning af svæðinu

Bláa lónið og JÁVERK á Selfossi undirrituðu í gær verksamning vegna stækkunar Bláa lónsins og byggingar lúxushótels. Samningurinn hljóðar upp á 3,4 milljarða króna en samtals er heildarkostnaðurinn vegna framkvæmdanna um 6 milljarðar.

<>

Víkurfréttir greina frá þessu.

Á framkvæmdatíma, sem áætlað er að verði tvö ár, munu 150 starfsmenn starfa við verkefnið en endurhönnun og stækkun núverandi lónssvæðis er mikilvægur hluti verkefnisins. Þá verður nýtt spa upplifunarsvæði byggt inn í hraunið vestur af núverandi lóni og mun það tengja núverandi lón og nýtt lúxushótel.

Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri JÁVERK, sagði við undirritunina að mannvirki og hönnun Bláa lónsins væri þekkt fyrir samspil hins manngerða og náttúrulega umhverfis. „Hinar nýju byggingar verða engin undantekning. Verkefnið er því í senn spennandi og mikil áskorun.“

Gert er ráð fyrir 100 nýjum störfum í tengslum við stækkun upplifunarsvæðis Bláa Lónsins og mun hluti starfsfólks hefja störf á framkvæmdatíma. Störfin verða fjölbreytt, en eins og önnur störf hjá fyrirtækinu munu þau miða að því að veita gestum Bláa Lónsins góða og fágaða þjónustu. Nú starfa um 300 starfsmenn hjá Bláa lóninu á ársgrunni.

Heimild:  Sunnlenska.is