Home Fréttir Í fréttum Icelandair afskrifar Hvassahraun

Icelandair afskrifar Hvassahraun

41
0
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair – Mynd/Rúv

Forstjóri Icelandair segir félagið útiloka flugvöll í Hvassahrauni í náinni framtíð. Engin þörf sé á að byggja nýjan flugvöll.

<>

Engin þörf er á að byggja nýjan flugvöll í náinni framtíð segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.

Árið 2019 taldi Icelandair vert að grafik skoða Hvassahraun fyrir mögulegan nýjan innanlands- og millilandaflugvöll og könnuðu það ítarlega.

Félagið hefur nú afskrifað Hvassahraun sem flugvallarkost næstu áratugina, en það var árið 2015 fyrst talinn vænlegasti kosturinn fyrir nýjan flugvöll. Icelandair hefur síðan þá fjárfest mikið í stækkun Keflavíkurflugvallar og segir enga þörf á nýjum flugvelli.

RÚV / Ragnar Visage

„Við erum með fjóra alþjóðflugvelli á Íslandi í dag sem eru bara fínir en skynsamlegt að styrkja þá enn frekar. Til dæmis flugvöllurinn hér í Vatnsmýrinni, það þarf að gera hann enn betri, bæði fyrir farþega og starfsmenn og styrkja hann enn frekar sem varaflugvöll,“ segir Bogi.

Það er hagkvæmt og umhverfisvænt segir hann. Hvassahraun er úti af borðinu.

„Alla vega í svona fyrirsjáanlegri framtíð þá höfum við afskrifað það, við gerum ekki ráð fyrir því. Við sjáum bara að við Íslendingar erum víða í innviðaskuld og þurfum að byggja upp ýmsa innviði.“

Frá undirritun samkomulags 2019 um greiningu á Hvassahrauni sem stað fyrir nýjan flugvöll. Ný skýrsla verður birt í næsta mánuði.
Mynd/Rúv

Viðamikil skýrsla um Hvassahraun sem flugvallarstæði hefur verið í vinnslu nokkur ár og verður loks kynnt í næsta mánuði. Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytið, Reykjavíkurborg og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum skipuðu starfshóp 2019 sem vann skýrsluna. Hvað svo sem þar kemur fram og burtséð frá óvissu vegna jarðhræringa, segir Bogi að leggja þurfi áherslu á uppbyggingu flugvallarins í Vatnsmýri.

Icelandair hafði látið gera mynd af mögulegum flugvelli í Hvassahrauni
Mynd/Icelandair

Flugvöllurinn verði til frambúðar

„Það hefur verið erfitt fyrir okkur sem flugrekanda að byggja upp fasteignir og annað vegna þess að óvissan hefur verið það mikil en núna erum við að sjá að óvissan er að minnka. Mér finnst vera kominn meiri samhljómur hjá stjórnvöldum um að völlurinn sé kominn til að vera og verður þarna næstu áratugina.“

Heimild: Ruv.is