Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Nýr vegur lagður yfir Dynjandisheiði

Nýr vegur lagður yfir Dynjandisheiði

102
0
Vegurinn er 13,7 kílómetrar og liggur frá Norðdalsá að Dynjandisá fyrir ofan fossinn. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Fram­kvæmd­ir við ann­an áfanga Vest­fjarðaveg­ar um Dynj­and­is­heiði standa nú yfir og eru áætluð verklok í sept­em­ber næst­kom­andi.

<>

Veg­ur­inn er 13,7 kíló­metr­ar og ligg­ur frá Norðdalsá að Dynj­and­isá fyr­ir ofan foss­inn. Unnið er í allt að 500 metra hæð yfir sjáv­ar­máli, oft við erfið veður­skil­yrði.

Karl Garðars­son staðar­stjóri Suður­verks seg­ir verkið ganga vel með góðum hópi starfs­manna.

Áætluð verklok eru í sept­em­ber. mbl.is/​Guðlaug­ur Al­berts­son

Veg­ur­inn reynd­ist vel í vet­ur
„Það er búið að sprengja 500 þúsund rúm­metra af grjóti fyr­ir veg­stæðinu og laust efni til vega­gerðar­inn­ar er um 250 þúsund rúm­metr­ar. Það er búið að leggja 1.200 metra af vegræs­um og taka af þrjár ein­breiðar brýr, sem voru byggðar í kring­um 1960 og setja ræsi í staðinn.“

Dynj­and­is­heiði – vega­fram­kvæmd­ir. mbl.is/​Guðlaug­ur Al­berts­son

Hann seg­ir að verið sé að leggja bundið slitlag á veg­inn. Búið sé að leggja um 10 kíló­metra af neðra slit­lag­inu og um 5 kíló­metra í efra lag. Síðasti vet­ur hafi verið snjólétt­ur en veg­ur­inn gefi góða raun eft­ir að gerðar voru breyt­ing­ar til að minnka snjósöfn­un á ákveðnum stöðum.

Heimild: Mbl.is