Home Fréttir Í fréttum Bætt í varnargarðana í Grindavík

Bætt í varnargarðana í Grindavík

60
0
Skjáskot af Ruv.is

Vinna er hafin við að leggja út varnargarða þvert á varnargarðinn sem kemur í veg fyrir að hraun renni í átt að Svartsengi. Hæstu varnargarðarnir eru komnir í 25 metra.

<>

Landsvæðið í kringum Sýlingarfell norðan Svartsengis í Grindavík er þakið hrauni. Enda hefur það runnið þar í stríðum straumi. Sjálft hraunið er nú í kringum 20 metrar á þykkt. En það rennur ekki bara á yfirborðinu.

Jón Haukur Steingrímsson segir að hraun hafi lekið fram, viku eftir að síðasta gosi lauk. Til að verja stóra varnargarðinn við Svartsengi og mannvirki þar fyrir hugsanlegu hraunrennsli, hefur verið ákveðið að reisa tvo varnargarða nokkurn veginn þvert á þann sem fyrir er.

Heimild: Ruv.is