Hraðakstur á vinnusvæði við breikkun Reykjanesbrautar skapar mikla hættu fyrir vinnandi fólk. Um helmingur ökumanna virða ekki hraðatakmarkanir.
Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að framkvæmdar við breikkun Reykjanesbrautar á kaflanum Krýsavíkurvegur – Hvassahraun gangi mjög vel og er útlit fyrir að þeim ljúki á undan áætlun.
„Verktaki er Íslenskir aðalverktakar hf. sem bendir á að enn er mikill hraðakstur um vinnusvæðið. Um helmingur vegfaranda virðir t.d. ekki hraðamörk við framhjáhlaupið við Rauðamel,“ segir í frétt á vefnum.
Þá eru ökumenn hvattir til að virða hraðatakmarkanir sem séu ekki setta á að ósekju. „Hættan fyrir vinnandi fólk er raunveruleg.“
Um 38 manns vinna að jafnaði við framkvæmdina á um 20 vinnutækjum af öllum gerðum.
Nánar má lesa um málið á vef Vegagerðarinnar.
Heimild: Visir.is