Home Fréttir Í fréttum Vilja ekki sjá Kjalölduveitu í verndarflokki

Vilja ekki sjá Kjalölduveitu í verndarflokki

46
0
Horft frá Kvíslaveituvegi yfir að Þjórsárveri. Í bakgrunni má sjá Múlajökul í Hofsjökli og Arnarfell hið mikla. mbl.is/Þorsteinn

Fram­kvæmda­stjóri vatns­orku hjá Lands­virkj­un seg­ir fyr­ir­tækið munu beita sér gegn því að Kjal­öldu­veita verði færð í vernd­ar­flokk eins og lagt er til í til­lög­um að nýrri ramm­a­áætl­un. Hann seg­ir aukna orku­eft­ir­spurn kalla á fram­kvæmd­ir og að tals­verð orka myndi fást úr Kjal­öldu­veitu.

<>

mbl.is greindi í síðustu viku frá slakri vatna­stöðu í lón­um Lands­virkj­un­ar. Júní var kald­ur og þurr sem gerði það að verk­um að ekk­ert bætt­ist í Blönd­u­lón og hægt hef­ur á fyll­ingu Þóris­vatns.

Síðustu miss­eri hef­ur Lands­virkj­un þurft að grípa ít­rekað til skerðinga á af­hend­ingu á raf­orku til viðskipta­vina vegna lakr­ar stöðu í lón­um.

Flakk­ar milli flokka
Einn fram­kvæmda­kost­ur sem Lands­virkj­un hef­ur skoðað til að bæta vatns­bú­skap í Þóris­vatni og auka þar með orku­fram­leiðslu er svo­kölluð Kjal­öldu­veita, sem myndi veita vatni úr Þjórsá í Þóris­vatn og þaðan inn í röð virkj­anna.

Fram­kvæmd­in, sem hef­ur verið nokkuð um­deild, hef­ur verið líkt við Norðlinga­öldu­veitu. Var það veitu­fram­kvæmd sem er ör­lítið ofar í Þjórsá og þótti of ná­lægt friðland­inu í Þjórsár­veri.

Virkj­an­ir á Þjórsár­svæðinu fá meðal ann­ars vatn úr Þóris­vatni, þar sem vatns­bú­skap­ur hef­ur ekki verið upp á sitt besta. Ljós­mynd/​Lands­virkj­un

Alþingi samþykkti árið 2022 að færa Kjal­öldu­veitu úr vernd­ar­flokki í biðflokk ramm­a­áætl­un­ar. Var það gert á þeim grund­velli að verk­efna­stjórn ætti að yf­ir­fara virkj­ana­kost­inn þar sem Kjal­öldu­veita hefði ekki verið met­in með hefðbundn­um hætti.

Helgaðist það af því að verk­efna­stjórn hafði flokkað Norðlinga­öldu­veitu í vernd­ar­flokk og talið Kjal­öldu­veitu sam­bæri­leg­an kost og hún því fengið sömu ör­lög.

Í nýj­um til­lög­um verk­efna­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar frá því í apríl er lagt til að Kjal­öldu­veita fær­ist aft­ur í vernd­ar­flokk og fái því sömu flokk­un og áður hafði verið.

Nátt­úru­vernd­ar­hóp­ar hafa lagst gegn fram­kvæmd­inni og vilja meina að hún kæmi til  með að hafa áhrif á friðlandið í Þjórsár­veri.

Leggja áherslu á að halda veit­unni inni
„Við vilj­um nátt­úru­lega leggja áherslu á að halda [Kjal­öldu­veitu] inni í biðflokki. Þetta er mjög hag­kvæm­ur kost­ur og um­hverf­i­s­vænn að okk­ar mati. Við vilj­um auðvitað ekki sjá hana fara í vernd­ar­flokk,“ seg­ir Gunn­ar Guðni Tóm­as­son, fram­kvæmda­stjóri vatns­afls hjá Lands­virkj­un, í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir að um sé að ræða fram­kvæmd sem myndi bæta vatna­bú­skap og hjálpa í orku­öfl­un: „Við fengj­um tals­vert mikla orku út úr þess­ari fram­kvæmd.“

„Við mun­um beita okk­ur fyr­ir því að halda henni í biðflokk­un­um, hún er ekki á dag­skrá hjá okk­ur og er ekk­ert á leiðinni í nýt­ing­ar­flokk. Við erum ekk­ert að vinna í henni en leggj­um áherslu á að henni sé haldið þar,“ seg­ir Gunn­ar.

Á ní­unda ára­tugn­um reisti Lands­virkj­un stífl­ur þar sem vatni úr nokkr­um ám sem runnu í Þjórsá var beint í Þóris­vatn. Kallaðist fram­kvæmd­in Kvísl­aveit­ur. Voru þetta Stóra­verskvísl­ar, Svar­tá, Þúfu­verskvísl­ar, Ey­vind­ar­verskvísl­ar og Hreysisk­vísl­ar. Hér er horft yfir eitt þeirra lóna sem varð til við þá fram­kvæmd, Kvísl­ar­vatn. mbl.is/Þ​or­steinn

Lít­il um­hverf­isáhrif
Gunn­ar tel­ur að fram­kvæmd­in myndi ekki hafa mik­il nei­kvæð áhrif:

„Þetta hef­ur áhrif á rennsli í Efri Þjórsá og rennsli í fossa í ánni. Það eru fyrst og fremst um­hverf­isáhrif­in og það eru sann­ar­lega áhrif.

En við erum ekk­ert að taka rennsli af foss­un­um, það mun minnka á ákveðnum árs­tím­um. Svo eru aðrir sem halda fram að það séu önn­ur áhrif eins og inn í Þjórsár­ver sem er ekki að okk­ar mati. Þjórsár­ver er langt frá þessu.“

Eft­ir­spurn­in kall­ar á fram­kvæmd­ir
Þá tal­ar Gunn­ar um að það sé í raun ekki slak­ur vatns­bú­skap­ur sem kalli á fram­kvæmd­ir held­ur auk­in eft­ir­spurn eft­ir orku.

„Vatns­bú­skap­ur­inn og skerðing­arn­ar út af hon­um er eðli­leg­ur rekst­ur en síðan vant­ar bara orku. Það er meiri eft­ir­spurn eft­ir orku og þá þurf­um við að kom­ast í fram­kvæmd­ir til að geta sinnt þeirri eft­ir­spurn.“

Í þess­um efn­um seg­ir Gunn­ar Lands­virkj­un leggja áherslu á fram­kvæmd­ir í Hvamms­virkj­un og Búr­fells­lundi, sem og stækk­un Sig­valda­stöðvar og Þeistareykja­stöðvar.

Heimild: Mbl.is