Home Fréttir Í fréttum Karlmaður hætt kominn við vinnu í Þeistareykjavirkjun

Karlmaður hætt kominn við vinnu í Þeistareykjavirkjun

179
0
Á Þeistareykjum Mynd: LNS Saga.

Karlmaður um þrítugt slasaðist í Þeistareykjavirkjun um níuleytið í gærmorgun þegar annar endinn á tólf metra löngu stálröri féll niður og lenti á honum.

<>

Að sögn lögreglunnar á Húsavík átti maðurinn í öndunarerfiðleikum og var hann fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri, brotinn á bringu. Maðurinn mun vera á batavegi en samkvæmt lögreglunni má hann teljast heppinn að hafa ekki slasast lífshættulega. Hann var að vinna ásamt hópi annarra við samsetningu á gufulögn þegar slysið varð.

Rörið, sem er að sögn lögreglunnar mörg tonn að þyngd, féll eftir að festing hafði brotnað. Slysið er litið mjög alvarlegum augum. Vinnueftirlit ríkisins var kallað til, auk þess sem öryggisteymi á vegum Landsvirkjunar rannsakar málið.

Samkvæmt lögreglunni er þetta alvarlegasta atvikið sem átt hefur sér stað við framkvæmdirnar í Þeistareykjavirkjun.

Heimild: Mbl.is