Home Fréttir Í fréttum Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss

Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss

932
0

Í undirbúningi er breikkun Hringvegar (1) frá Selfoss að Hveragerði. Í tillögum að samgönguáætlun er gert ráð fyrir að byggður verði 2+1 vegur með aðskildum akstursstefnum með vegriði í miðdeili og planvegamótum á kaflanum milli Selfoss og Hveragerðis, nánar tiltekið frá Biskupstungnabraut að Kambarótum. 

Í áætlunum er gert ráð fyrir að hannaður verði 2+2 vegur með aðskildum akstursstefnum, öll undirbygging vegar verður byggð sem 2+2 strax í upphafi en malbiks- og efri burðarlög verði lögð sem 2+1 vegur í upphafi. Allar breiddir og rými munu gera ráð fyrir breikkun síðar í 2+2 veg, jafnframt verður tekið frá rými fyrir mislæg vegamót í framtíðinni. 

Markmið framkvæmdarinnar er aukið umferðaröryggi með aðskilnaði akstursstefna og fækkun tenginga við Hringveg ásamt því að auka umferðarrýmd vegakerfisins milli Hveragerði og Selfoss. 

<>

Heimild: Vegagerðin.is