Home Fréttir Í fréttum Gert ráð fyrir 7 til 8 þúsund nýjum íbúðum á svæðinu

Gert ráð fyrir 7 til 8 þúsund nýjum íbúðum á svæðinu

114
0
Áætlað er að í þessum nýja borgarhluta allt að 20.000 borgarbúar búið. Teikning/Reykjavíkurborg

Áætlað er að allt að 7 til 8 þúsund íbúðir rísi í Ártúns­höfða-Elliðaár­vogi fyr­ir um 20 þúsund borg­ar­búa á næstu árum.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Seg­ir þar að bú­ast megi við að flutn­ing­ur á fyr­ir­tækj­um hefj­ist á næstu tveim­ur til þrem­ur árum og að fyrstu íbúðirn­ar geti verið til­bún­ar árin 2025 eða 2026.

Grænt íbúðahverfi

Grófu at­hafna- og iðnaðarsvæði verði umbreytt í grænt og þétt íbúðahverfi við lyk­il­stöðvar Borg­ar­lín­unn­ar með 582 íbúðum í Ártúns­höfða.

Lögð verði áhersla á að hönn­un gatnaum­hverf­is­ins styðji við gott aðgengi allra far­ar­máta og miði við nýj­ustu út­færsl­ur í þeim efn­um.

Samþykkt deili­skipu­lag 2A. Teikn­ing/​Reykja­vík­ur­borg

Inn­an ramma­skipu­lags­svæðis Elliðaár­vogs/Á​rtúns­höfða hafi deili­skipu­lags­vinnu fyr­ir allt að 2.980 íbúðir verið lokið og 2.520 eru í ferli.

„Þegar breyta á svona svæði sem hef­ur verið at­hafna- og iðnaðar­starf­semi um langt skeið, þá þarf til dæm­is að huga að því að jarðveg­ur­inn sé viðeig­andi fyr­ir íbúðar­hús­næði, og skipta ef það er meng­un og það get­ur tekið tíma,“ er haft eft­ir Sól­veigu Sig­urðardótt­ur arki­tekt og verk­efn­is­stjóra hjá skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur­borg­ar.

Svæðið í heild sinni. Teikn­ing/​Reykja­vík­ur­borg

Ein­stök staðsetn­ing

Staðsetn­ing svæðis­ins er ein­stök með ná­lægð við strand­lengj­una og úti­vist­ar­svæði Elliðaár­dals. Miðlæg lega þess á höfuðborg­ar­svæðinu og ná­lægð við stof­næðar eru sagðar for­send­ur fyr­ir þétt­byggðu borg­ar­um­hverfi sem styðji við breytt­ar áhersl­ur í sam­göngu­mál­um.

Á svæðinu er gert ráð fyr­ir tveim­ur grunn­skól­um og ein­um safn­skóla í bland við blóm­lega þjón­ustu- og at­vinnu­starf­semi við Kross­mýr­ar­torg. Hryggj­ar­stykki upp­bygg­ing­ar­inn­ar er meðfram fyr­ir­hugaðri Borg­ar­línu sem ligg­ur í gegn­um mitt skipu­lags­svæðið.

Svæðið ligg­ur meðfram fyr­ir­hugaðari Borg­ar­línu. Teikn­ing/​Reykja­vík­ur­borg

Með til­komu Borg­ar­línu mun Ártúns­höfði verða bein­tengd­ur miðborg­inni og tengja sam­an menn­ingu og mann­líf aust­ur- og vest­ur­hluta borg­ar­inn­ar.

Heimild: Mbl.is