Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Reykhólahöfn: Framkvæmdir við nýja þekju

Reykhólahöfn: Framkvæmdir við nýja þekju

57
0
Teikning af endurbótunum.

Framkvæmdir standa yfir við nýja þekju og lagnir á Karlsbryggju á Reykhólum og gengur verkið samkvæmt áætlun.

<>

Það er Geirnaglinn ehf á Ísafirði sem annast verkið. Fyrirtæki varð lægstbjóðandi í útboði og bauð rúmar 96 m.kr. sem er 18% yfir áætluðum verktakakostnaði.

m

Frá framkvæmdunum sem nú standa yfir.
Myndir: Hrafnkell Guðnason.

Helstu verkþættir eru að steypa nærri 1.400 fermetra þekju, leggja vatnslögn og steypa upp rafbúnaðarhús og stöpla undir 3 ljósamöstur.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. nóvember 2024.

Verkið er hluti af umfangsmiklum endurbótum á höfninni sem munu kosta liðlega 300 m.kr. þegar þeim verður lokið. Búið er að reka niður nýtt stálþil sem stækkaði bryggjuna umtalsvert.

Frá framkvæmdunum sem nú standa yfir.
Myndir: Hrafnkell Guðnason.

Undir lok júlí 2022 hrundi niður stór hluti bryggjunnar á Reykhólum. Þá hafði lengi legið fyrir að bryggjan væri komin á tíma, en hún er síðan 1974.

Heimild: BB.is