Home Fréttir Í fréttum 06.08.2024 Gervigras á æfingavöll í Fífunni, Fífuvöllum

06.08.2024 Gervigras á æfingavöll í Fífunni, Fífuvöllum

75
0
Fífan Knatthús

Kópavogsbær, hér eftir nefndur kaupandi, óskar eftir tilboðum í eftirfarandi innkaup:

<>

Útvegun og fullnaðarfrágang gervigrass ásamt fjaðurlagi (in-situ) eða verksmiðjuframleitt (prefab) á æfingavöll við vesturhlið Fífunnar við Dalsmára. Gervigrasið skal vera af bestu fáanlegum gæðum og uppfylla FIFA Quality staðal Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Grasið skal vera með nýju fjaðurlagi og með EPDM mixed (dökkgrá, ljósgrátt og hvítt), EPDMR (ljósgrá), eða EPDMVirgin (ljósgræn) verksmiðjuframleiddri innfyllingu.

Niðurlögn heildarkerfis og merking

Prófun á grasinu að fullnaðarfrágangi þess loknu til staðfestingar á að það uppfylli fyrirliggjandi kröfur staðals og útboðsgagna.

Nýjan búnað, mörk og hornfána ásamt festingum í undirlag.

Kópavogsbær hyggst leggja nýjan gervigrasvöll við vesturhlið Fífunnar við Dalsmára í Kópavogi. Völlurinn er ætlaður til æfinga og keppni allra aldursflokka. Gerð er krafa um að völlurinn uppfylli kröfur FIFA Quality staðalsins.

Útboðsgögn eru aðgengileg í útboðskerfinu TendSign og skulu bjóðendur skila inn tilboði rafrænt inn í TendSign fyrir kl. 15:00 þriðjudaginn 6. ágúst 2024.

Opnun tilboða fer fram með rafrænum hætti í TendSign og verður opnunarskýrsla send öllum bjóðendum eftir opnun.