Kópavogsbær óskar eftir tilboðum í verkið: Kópavogur – Fífuvellir, jarðvinna og lagnir.
Þetta útboð felst í fullnaðarfrágangi á undirlagi undir nýjum gervigrasvelli við vesturhlið Fífunnar í Dalsmára í Kópavogi. Í komandi vallarsvæði er nú grasvallarsvæði Breiðabliks.
Framkvæmdin felur í sér að fjarlægja náttúrugras í komandi vallarstæði ásamt lífrænu undirlagi þess, jarðvegsskipta undir nýju yfirborði.
Framkvæmdin felst einnig í lagningu og útvegun á lagnaefni fráveitulagna, hitalagna og vatnslagna, fullnaðarfrágangi vatnsúðarakerfis, snjóbræðslu, rafstrengja í ljósamöstur, fullnaðarfrágangi yfirborðs undirbyggingar undir gervigras og malbikun á nýjum kanti umhverfis völl.
Útboðsgögn eru aðgengileg í útboðskerfinu TendSign og skulu bjóðendur skila inn tilboði rafrænt inn í TendSign fyrir kl. 13:00 mánudaginn 22. júlí 2024.
Opnun tilboða fer fram með rafrænum hætti í TendSign og verður opnunarskýrsla send öllum bjóðendum eftir opnun.