Home Fréttir Í fréttum Tilraunamalbik lagt á Reykjanesbraut

Tilraunamalbik lagt á Reykjanesbraut

37
0
Frá framkvæmdunum í gær. Ljósmynd/Aðsend

Vega­gerðin og mal­bik­un­ar­stöðin Colas lögðu í gær út til­rauna­mal­bik á Reykja­nes­braut, ná­lægt Voga­af­leggj­ara. Þrjár mis­mun­andi teg­und­ir mal­biks voru lagðar út, ein með venju­legu mal­biki, ein með líf­bindi­efni sem er auka­af­urð úr papp­írs­vinnslu og ein með líf­bindi­efni úr græn­met­isol­í­um.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Colas. Þar seg­ir einnig að þetta sé í fyrsta sinn sem líf­bindi­efni sé notað í mal­bik með þess­um hætti á veg hér á landi. Áður hafi verið lagt sam­bæri­legt mal­bik á göngu­stíg í Hafnar­f­irði sem hafi tek­ist vel.

Notað í Evr­ópu

Sams­kon­ar líf­bindi­efni hafa verið notuð í mal­bik í Evr­ópu og seg­ir í til­kynn­ing­unni að mikl­ar próf­an­ir hafi verið gerðar á rann­sókn­ar­stof­um.

„Þrátt fyr­ir að líf­bindi­efn­in séu ólík að gerð þá eiga þau það sam­eig­in­legt að vera kol­efn­isnei­kvæð. Það þýðir að kol­efn­is­spor biks­ins er að allt að 85% minna en kol­efn­is­spor venju­legs biks.

Auk þess að minnka kol­efn­is­spor biks­ins þá mýk­ir líf­bindi­efnið mal­bikið. Æ erfiðara verður að fá bik sem hent­ar ís­lensk­um aðstæðum þar sem auðlind­ir eru af skorn­um skammti. Á Íslandi eins og ann­ars staðar á norður­hveli jarðar, þar sem kald­ara er, þarf mýkra bik og ef vel tekst til með til­rauna­lögn­ina trygg­ir íblönd­un­in efni í mal­bik til framtíðar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Munu flygj­ast grannt með þró­un­inni

Þá verða mal­biks­blönd­urn­ar sem lagðar voru út á Reykja­nes­braut send­ar til ít­ar­legri próf­ana á óháðri rann­sókn­ar­stofu.

„All­ar þrjár mal­biks­blönd­urn­ar sem lagðar voru út á Reykja­nes­braut­inni verða send­ar til ít­ar­legri próf­ana á óháðri rann­sókn­ar­stofu og mun Colas halda áfram að fylgj­ast grannt með þróun á veg­arkafl­an­um. Bráðabirgðaniður­stöður ættu að liggja fyr­ir í haust en fylgst verður náið með þró­un­inni næstu 5 árin, með til­liti til heml­un­ar­viðnáms og hjólfara­mynd­un­ar.“

Heimild: Mbl.is