Home Fréttir Í fréttum Kaupir sjö íbúðir til viðbótar í Vesturvin

Kaupir sjö íbúðir til viðbótar í Vesturvin

51
0
Ljósmynd: Trausti Hafliðason

Félag Jóhanns G. Jóhannssonar, eins stofnenda og eigenda Aztiq, hefur fest kaup á sjö íbúðum í nýbyggingu í Vesturbæ Reykjavíkur fyrir alls 565 milljónir króna.

<>

P107 ehf., félag Jóhanns G. Jóhannssonar, eins stofnenda og eigenda Aztiq, hefur fest kaup á sjö íbúðum í nýbyggingu í Vesturbæ Reykjavíkur fyrir alls 565 milljónir króna.

Alls eru íbúðirnar 452 fermetri að stærð og nemur fermetraverð þeirra því tæplega 1,3 milljónum. Íbúðirnar eru staðsettar í fjölbýlishúsi sem nú rís úti á Granda í vesturhluta borgarinnar og eru hluti af fasteignaverkefni á Héðinsreitnum sem kallað er Vesturvin.

Jóhann G. Jóhannsson.
© Aðsend mynd

Tvær íbúðir eru að Vesturgötu 66 en hinar fimm eru að Ánanaustum 5. Stærsta íbúðin er 108 fermetrar, næst stærsta íbúðin 82 fermetrar en hinar fimm íbúðirnar eru á bilinu 47-57 fermetrar.

Stærsta íbúðin er einnig með 82 fermetra svalir. Kaupverð íbúðarinnar nam 168,8 milljónum. Næst stærsta íbúðin kostaði 94,4 milljónir en hinar íbúðirnar kostuðu á bilinu 58,8-62,7 milljónir.

Samkvæmt kaupsamningi er áætlað að Jóhann fái íbúðirnar afhendar í september á næsta ári.

Eftir kaupin hefur Jóhann fest kaup á alls níu íbúðum í Vesturvin en síðasta haust sagði Viðskiptablaðið frá kaupum Jóhanns á tveimur íbúðum þar.

Heimild: Vb.is