Home Fréttir Í fréttum 31.08.2024 Fjölnota íþróttahús KR í Vesturbæ. Forauglýsing

31.08.2024 Fjölnota íþróttahús KR í Vesturbæ. Forauglýsing

93
0
:Mynd: KR íþróttafélag

Fyrirhugað er að bjóða út Fjölnota íþróttahúss KR í Vesturbæ á íþróttasvæði KR í haust.

<>

Stærð hússins verður alls um 6.700 m² en þar af er íþróttasalurinn um  4.400 m²  á einni hæð.

Í húsinu verður hægt að æfa knattspyrnu innandyra á gervigrasvelli og miðað við að hægt sé að keppa mótsleiki í 8 manna bolta.

Í hliðarbyggingu húss er gert ráð fyrir skrifstofurýmum, taekwondosal, fundarsölum og öðrum rýmum sem tengjast starfsemi hússins

Í húsinu verður hægt að iðka ýmsar aðrar íþróttir, bæði æfingar og keppni.

Helstu verkþættir eru:

  • Arkitektahönnun húss
  • Verkfræðihönnun húss
  • Jarðvinna
  • Uppsteypa og/eða stálburðarvirki
  • Frágangur utanhúss
  • Frágangur innanhúss,  þ.m.t gervigras og uppsetning á föstum búnaði
  • Uppsetning og fullnaðarfrágangur allra lagna- og rafkerfa
  • Frágangur lóðar við íþróttahús

Stefnt er að útboðið verði auglýst í ágúst 2024.