Bankastjóri Íslandsbanka leggur áherslu á að ákvarðanir um framtíð núverandi höfuðstöðva hans liggi fljótlega fyrir. Engar breytingar verði hins vegar á samstarfi bankans við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á gömlu strætólóðinni.
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka upplýsti í fréttum Stöðvar tvö um helgina að höfðustöðvar bankans verði fluttar á sjö hæðir í Norðurturninn í Kópavogi vegna myglu sem komið hefði upp í núverandi höfuðstöðvum á Kirkjusandi. Myglan mun hafa fundist á fjórum hæðum bankans og er hún sögð liggja djúpt í steypu útveggja. Þessi ákvörðun Íslandsbanka gæti haft töluverðáhrif áþróun Kirkjusandslóðarinnar. Bankinn gerði fyrir nokkrum árum samkomulag við Reykjavíkurborg um uppbyggingu gömlu strætólóðarinnar vestan við Kirkjusandslóðina og var meðáform um að byggja við höfuðstöðvar sínar og sameina þar starfsemi sem nú er áþremur stöðum.
„Nú hefur þetta plan breyst en strætólóðin og það samþykkta ferli er í farvegi. En núþarf að skoða hvað verður um þessa Kirkjusandslóð,“ segir Birna.
Nú þegar skipulagsvinnu við strætólóðina sé að ljúka verði farið að huga að söluferli á þeirri lóð. Birna hefur síðan sagt að allt eins komi til greina að rífa hús núverandi höfuðstöðva á Kirkjusandi.
Það mun auðvitað breyta töluverðu um skipulagsmöguleika á þeirri lóð sem bankinn stendur á núna?
„Já það breytir lóðinni sjálfri sem Kirkjusandur er á í dag breytir ekki í sjálfu sér skipulaginu á hinni svo kölluðu strætólóð. Þannig að nú verðum við bara að endurskoða planið varðandi Kirkjusandslóðina sjálfa,“ segir Birna og nú sé verið að skoða hvaða möguleikar séu þar.
„Það hefur gengið vel samstarfið við Reykjavíkurborg í þessum skipulagsmálum þannig að við sjáum bara til hvaða stefu við tökum í því,“ segir bankastjórinn.
Birna reiknar með að flutningar höfuðstöðvanna í Norðurturinn í Kópavogi hefjist í september og verði lokið á þessu ári.
Nú hefur gengið erfiðlega að fylla turninn, eruð þið að fá góða leigu þar?
„Ég vona það að við séum að fá góða leigu miðað við að við erum að taka mjög stóran hluta af turninum,“ segir Birna.
Á meðan gömlu höfuðstöðvarnar standa verður bankinn að greiða fasteignagjöld af húsnæðinu. Þið hljótið að vilja hafa hraðar hendur með skipulag framtíðarinnar þar?
„Við hendum okkur í það verkefni á næstu mánuðum,“ segir Birna Einarsdóttir.
Heimild: Vísir.is