Home Fréttir Í fréttum Sameina á lóðir við Smiðjuvelli á Akranesi

Sameina á lóðir við Smiðjuvelli á Akranesi

122
0

Sameina á lóðir við Smiðjuvelli – núverandi byggingar víkja fyrir fjölbýlishúsi.

<>

Umsókn Smiðjuvalla ehf. um breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla 12-22 var samþykkt í Bæjarstjórn Akraness í gær.

Breytingin felst í að sameina lóðir við Smiðjuvelli 12,14,16,18,20 og 22 í eina lóð Smiðjuvelli 12-22 og núverandi mannvirki rifin.

Heimil verði íbúðauppbygging ásamt atvinnustarfsemi á lóð. Heimilt verði að byggja þriggja til sjö hæða byggingu með kjallara.

Hér fyrir neðan eru skýringarmyndir á fyrirhugaðri byggingu – en á þessu svæði var einbýlishús og gróðurstöð. Miðað við áætlanir og nýtt skipulag verður iðnaðarhús með sex innkeyrsludyruym sem stendur á lóðinni rifið.

Árið 2019 var tilkynnt að reisa ætti líkamsræktarstöð á þessari lóð ásamt öðrum byggingum – eins og sjá má í þessari frétt á skagafrettir.is, en ekkert varð af þeim áætlunum.

Heimild: Skagafrettir.is