Home Fréttir Í fréttum Tekið þrjú ár að hreinsa svæðið

Tekið þrjú ár að hreinsa svæðið

61
0
Eins og sjá má á myndinni var hjólhýsi skilið eftir á svæðinu þegar byggðin var rýmd. Vonast er til að búið verði að farga öllu rusli í sumar. Ljósmynd/Jón Sigursteinn Gunnarsson

Ekki er búið að farga öllu því rusli sem skilið var eft­ir í hjól­hýsa­byggðinni í Þjórsár­dal. Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag, mánu­dag.

<>

Byggðin var rýmd sum­arið 2021 og fengu leigj­end­ur frest fram á haust til að fjar­lægja muni sína.

Hreinn Óskars­son, sviðstjóri þjóðskóga hjá rík­is­stofn­un­inni Land og skóg­ur, seg­ir að ekki hafi all­ir leigj­end­ur haft tök á að fjar­lægja eig­ur sín­ar.

Því hafi hreins­un­ar­verk­efnið lent á Skóg­rækt­inni, sem sam­einaðist Land­græðslunni í nýrri stofn­un, sem heit­ir Land og skóg­ur, í byrj­un árs.

Ljúka hreins­un í sum­ar

Hreinn seg­ir mikið rusl hafa verið skilið eft­ir í Þjórsár­dal, meðal ann­ars hjól­hýsi, pall­ar og skjól­vegg­ir. Þá hafi tug­ir gáma verið fyllt­ir síðustu tvö ár, ruslið flokkað og því ekið til förg­un­ar.

Nú séu hins veg­ar komn­ir gám­ar á svæðið og sé stefnt að því að ljúka hreins­un svæðis­ins í sum­ar.

Heimild: Mbl.is