Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við uppbyggingu nýs uppsjávarhúss í Vestmannaeyjum ganga vel

Framkvæmdir við uppbyggingu nýs uppsjávarhúss í Vestmannaeyjum ganga vel

264
0
mynd: Addi/vsv.is

Framkvæmdir við uppbyggingu nýs uppsjávarhúss VSV ganga vel.  Eykt hf., byggingarverktakar, sjá um byggingarframkvæmdir og skv. Arinbirni Bernharðssyni verkstjóra hjá Eykt eru þeir heldur á undan áætlun.  Uppsteypa mótorhúss er hafin sem og endurbygging mjölskemmu sem verður hið nýja uppsjávarhús félagsins.  Þá er verið að vinna við undirstöður undir tvo eimsvala sem verður mikið mannvirki en eimsvalarnir vega á annan tug tonna, hvor um sig.

<>

Þá eru hafnar framkvæmdir við uppbyggingu fjórða hráefnistanksins.  Það verk er í höndum Skipalyftunnar.

Heimild: Vsv.is