Home Fréttir Í fréttum Óvissa um reit Íslandsbanka við Kirkjusand

Óvissa um reit Íslandsbanka við Kirkjusand

123
0
Mynd: Kjarninn.is

Óvissa er um hvað verður um húsið sem hýsir nú höf­uð­stöðvar Íslands­banka við Kirkju­sand. Myglu­sveppur fannst í bygg­ing­ar­efnum en Kjarn­inn greindi frá þessu í mars. Rann­sóknir hafa staðið yfir á hús­næð­inu síðan þá og sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu sem bank­inn sendi frá sér um helg­ina kemur fram að fylgst sé vel með loft­gæðum í hús­inu en ljóst sé að fara þurfi í tölu­verðar end­ur­bætur á hús­næð­inu. Unnið sé með verk­fræði­stof­unni EFLU að rann­sóknum ásamt finnska ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu Vahanen.

<>

Íslands­banki hafði stefnt að því að stækka aðal­höf­uð­stöðvar sínar á Kirkju­sandi með við­bygg­ingu við suð­ur­vest­ur­enda þeirrar bygg­ingar sem fyrir er. Sam­hliða ætl­aði bank­inn sér að sam­eina starf­semi höf­uð­stöðva sinna, sem nú eru á fjórum stöð­um, á einn stað á Kirkju­sandi. Við­bygg­ingin átti að vera um sjö þús­und fer­metrar og áætl­anir gerðu ráð fyrir að fram­kvæmdir við hana myndu hefj­ast í lok síð­asta árs.

Edda Her­manns­dótt­ir, sam­skipta­full­trúi Íslands­banka, segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um Kirkju­sands­húsið enn­þá. Það verði skoðað á næst­unni hversu miklar end­ur­bæt­urnar verða. Einnig sé í skoðun hver fram­tíð reits­ins við Kirkju­sand verð­ur.

Heimild: Kjarninn.is