Home Fréttir Í fréttum Útgerð kaupir íbúðir fyrir starfsmenn

Útgerð kaupir íbúðir fyrir starfsmenn

64
0
Ingi Jóhann Guðmundsson segir að ástæða kaupanna sé sú að verið sé að koma þaki yfir höfuðið á skipverjum sem starfa hjá útgerðinni og fjölskyldum þeirra. mbl.is

Útgerðin Gjög­ur hf. hef­ur fest kaup á sex­tán íbúðum í Sunnu­smára í Kópa­vogi. Þetta staðfest­ir Ingi Jó­hann Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

<>

Hann seg­ir að ástæða kaup­anna sé sú að verið sé að koma þaki yfir höfuðið á skip­verj­um sem starfa hjá út­gerðinni og fjöl­skyld­um þeirra.„Það má ekki búa þar [Grinda­vík], menn voru ekki með hús­næði og þessu varð að kippa í liðinn,“ seg­ir Ingi Jó­hann.

Tog­skip fé­lags­ins, Áskell og Vörður eru gerð út frá Grinda­vík og áhafn­ir að mesta skipaðar þaðan. Núna að und­an­förnu hef­ur þó aðallega verið landað afl­an­um í Hafnar­f­irði.

Anda með nef­inu

-Held­urðu að Gjög­ur muni áfram gera út frá Grinda­vík í framtíðinni?

„Það verður bara að anda með nef­inu. Það eru enn jarðhrær­ing­ar þarna og það verður að sjá hvernig það þró­ast,“ seg­ir Ingi.

Gjög­ur starf­ræk­ir einnig fisk­vinnslu­hús á Greni­vík sem fram­leiðir fjöl­breytt­ar fiskaf­urðir. Um 30 starfs­menn starfa í fisk­vinnsl­unni. Há­kon EA 148 er á upp­sjáv­ar­veiðum og er áhöfn­in frá Greni­vík og Eyja­fjarðarsvæðinu.

Heimild: Mbl.is