Home Fréttir Í fréttum Nýr kolefnisreiknir kynntur til leiks

Nýr kolefnisreiknir kynntur til leiks

26
0
Vegagerðin kynnti nýjan kolefnisreikni í vikunni. mbl.is/sisi

Vega­gerðin kynnti nýj­an kol­efn­is­reikni fyr­ir innviðafram­kvæmd­ir á há­deg­is­fundi í vikunni

<>

Kol­efn­is­reikn­ir­inn hef­ur er kallaður LOKI. Það stend­ur fyr­ir lífs­fer­ils­grein­ing og kol­efn­is­spor innviðafram­kvæmda, en reikn­ir­inn met­ur kol­efn­is­spor innviðafram­kvæmda á hönn­un­arstigi með lífs­fer­ils­grein­ingu, eða kol­efn­is­spor yfir líf­tíma mann­virk­is­ins.

LOKI er þróaður af verk­fræðistof­unni EFLU fyr­ir Vega­gerðina, í sam­starfi við fleiri aðila, en hann er að norskri og danskri fyr­ir­mynd. Reikn­ir­inn verður notaður fyr­ir verk á veg­um Vega­gerðar­inn­ar en er jafn­framt aðgengi­leg­ur öll­um sem hann vilja nota.

„Það er von Vega­gerðar­inn­ar að hann nýt­ist öðrum fram­kvæmd­araðilum og verði þeim inn­blást­ur að sinni nálg­un,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni.

Auðveld­ar val á efni og hönn­un
Í til­kynn­ing­unni seg­ir að LOKI muni gera Vega­gerðinni kleift að sam­ræma gerð lífs­fer­ils­grein­inga fyr­ir innviði og opna fyr­ir þann mögu­leika að nýta kol­efn­is­spor inn í val­kosta­grein­ingu. Hann muni einnig auðvelda val á efni og hönn­un með til­liti til þess að draga úr kol­efn­is­spori mann­virk­is­ins.

Þá kem­ur fram að fyrsta út­gáfa reikns­ins nái yfir fram­leiðslu hrá­efna og flutn­ing á verkstað, fram­kvæmd­ina sjálfa og stærra viðhald á líf­tíma mann­virk­is­ins. LOKI muni svo á næstu árum þró­ast áfram til að ná yfir fleiri þætti og í takt við breyt­ing­ar í stuðlum, orku­gjöf­um og hrá­efn­um.

Frá fund­in­um í vikunni. Ljós­mynd/​Aðsend

Tæki­færi í hönn­un­ar­ferl­inu
Páll Valdi­mar Kolka Jóns­son, starfsmaður Vega­gerðar­inn­ar, flutti er­indi um til­vist, til­gang og mögu­leika reikn­is­ins á fund­in­um í gær.

Í er­indi hans kom fram að LOKI væri tól sem aðstoði Vega­gerðina við að tak­ast á við framtíðina. Þá sagði hann ástæðu þess að LOKI verði notaður við hönn­un­ar­ferli vera þá að þar liggi stærstu tæki­fær­in.

„Við vit­um að þar eru stærstu tæki­fær­in til þess að hafa áhrif á heild­ar­kol­efn­is­spor mann­virkja,“ sagði Páll.

Setji kol­efn­is­los­un skýrt fram
Magnús Ara­son, starfsmaður EFLU verk­fræðistofa, flutti er­indi um upp­bygg­ingu og gerð reikns­ins. Í er­indi hans kom fram að syrk­ur hans væri að hann reikni kol­efn­is­los­un­ina og setji hana mjög skýrt fram sem los­un á fer­metr­um mis­mun­andi innviða.

„Það eitt sem við telj­um dá­lítið mik­il­vægt og styrk á þess­um kol­efn­is­reikni sam­an­borið við önn­ur verk­færi sem við höf­um séð, er að við reikn­um kol­efn­is­los­un­ina og setj­um hana mjög skýrt fram sem los­un á fer­metr­um mis­mun­andi innviða. Þetta sjá­um við fyr­ir okk­ur að verði stiki sem von­andi kemst í al­menna umræðu og fær vægi í hönn­un og sam­an­b­urði milli fram­kvæmda,“ sagði Magnús.

Hvernig er reikn­ir­inn notaður?
Ein­ar Óskars­son, verk­fræðing­ur hjá Vega­gerðinni, sýndi í er­indi sýn­um hvernig hægt sé að nota reikn­inn.

Í mynd­band­inu hér að ofan má sjá hvernig það er gert. Er­indi Ein­ars hefst á 19. mín­útu.

Heimild: Mbl.is