Rafmagni var komið á í Grindavík í gærkvöldi með fjögurra kílómetra löngum streng frá Svartsengi. Loftlína varð fyrir miklum skemmdum í eldgosinu sem hófst í síðustu viku og hefur atvinnulíf í Grindavík þurft að treysta á varaaflstöðvar.
Rafmagn var komið aftur á í Grindavík í kvöld eftir að hafa legið niðri frá því loftlína varð fyrir skemmdum í eldgosinu sem hófst við Sundhnúksgíga í síðustu viku.
Ákveðið var að fæða Grindavíkurbæ eftir annarri leið beint frá Svartsengi niður með niðurdælingarvegi og nýta fyrirliggjandi streng þaðan og til Grindavíkur, er fram kemur í tilkynningu frá HS. Veitum.
„Þrekvirki var unnið og er vinna við að koma á varatengingu við bæinn nú lokið, töluvert á undan áætlun, og rafmagn komið á allan bæinn aftur,“ segir í tilkynningunni.
Heimild: Ruv.is