Home Fréttir Í fréttum Sprunga virðist hafa opnast við varnargarð

Sprunga virðist hafa opnast við varnargarð

91
0
Eldgosið við Sundhnúkagígum á fimmtudaginn, 30. maí. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Vís­inda­menn á Veður­stofu Íslands tóku eft­ir því í gær­morg­un að gufa væri far­in að rísa upp við varn­argarð við Grinda­vík. Talið er að sprunga hafi opn­ast þar en kvika hef­ur aft­ur á móti ekki enn skriðið þar upp.

<>

Meg­in­straum­ar hrauns­ins eru þrír, einn í suðri og tveir í norðri. Hraunið frá syðsta gígn­um renn­ur í suðvesturátt, eins og í síðasta gosi. Þá er einnig hraun­rennsli norðarlega sem renn­ur í austurátt.

„Það er búið að vera lé­legt skyggni í all­an dag. En núna er búið að létta til og við sjá­um bet­ur hraun­flæðið,“ seg­ir Ein­ar Hjör­leifs­son, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Gæti runnið úr hrauntjörn að Grinda­vík­ur­vegi

Þá hef­ur einnig mynd­ast hrauntjörn við Sýl­ing­ar­fell. „Það gæti al­veg orðið ein­hver fram­rás þar til suðurs á næstu dög­um,“ seg­ir Ein­ar. „En núna virðist þetta vera stöðugt hraun­flæði og dá­lít­il virkni áfram í gos­inu.“

Mun hraun sem sagt ekki flæða yfir vegi?

„Það mun ekki ger­ast í nótt, en það þarf að fylgj­ast vel með hraun­straum­um við Sýl­ing­ar­fell. Það gæti með tíð og tíma náð að bunkast upp og farið norður fyr­ir Sýl­ing­ar­fellið og þar í átt að Grinda­vík­ur­vegi. En það stend­ur til að fylgj­ast bet­ur með því og setja upp aðra vef­mynda­vél þar á veg­um al­manna­varna.“

Gufa rís við varn­argarð

Í morg­un sást gufu­ský rísa við varn­argarð, að sögn Ein­ars.

„Það er eins og það sé ein­hver lít­il opn­un þarna en eng­in kvika hef­ur komið upp. Bara gufa,“ seg­ir hann.

„Það er eins og það opn­ist sprunga við norðan­verðan varn­argarðinn,“ seg­ir Ein­ar enn frem­ur og bæt­ir við að Veður­stof­an haldi áfram að fylgj­ast með guf­unni.

Heimild: Mbl.is