Vegagerðin áætlar að vinna við landfyllingar fyrir brú í Fossvogi hefjist í haust.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. laugardag hefur Reykjavíkurborg veitt leyfi fyrir framkvæmdinni.
Beðið er eftir framkvæmdaleyfi hjá Kópavogsbæ en stefnt er að því að afgreiða leyfið fyrrihluta júní, samkvæmt upplýsingum G. Péturs Matthíassonar upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.
Einnig þarf að liggja fyrir útboðsheimild frá Betri samgöngum sem er eigandi verkefna samgöngusáttmálans og Fossvogsbrú fellur þar undir. Þegar öll leyfi eru komin í hús verður hægt að bjóða út framkvæmdiir.
Stefnt er að útboði sjálfrar Fossvogsbrúar með haustinu.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær, laugardag.
Heimild: Mbl.is