Home Fréttir Í fréttum Tillaga Trípólí varð fyrir valinu

Tillaga Trípólí varð fyrir valinu

87
0
Teikn­ing/​Trípoli arki­tekt­ar

Val­nefnd Festi um þróun bens­ín­stöðvar­lóðar fé­lags­ins við Ægisíðu 102 í Reykja­vík, sem hýsti áður þjón­ustu­stöð N1, hef­ur ákveðið að til­laga arki­tekta­stof­unn­ar Trípólí verði fyrsti val­kost­ur nefnd­ar­inn­ar í frek­ari úr­vinnslu og þróun lóðar­inn­ar að breyttu hlut­verki til framtíðar.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Festi. „Í niður­stöðu val­nefnd­ar seg­ir m.a. að nefnd­in telji bæði raun­hæft og hóf­legt að við frek­ari þróun á til­lögu Trípólí verði horft til hærra nýt­ing­ar­hlut­falls inn­an svæðis með frek­ari sam­teng­ing­um bygg­inga og hækk­un á ein­staka bygg­ing­ar­hlut­um. Þá verði við frek­ari þróun at­vinnu­hús­næðis horft til íbúðalausna með tengdu at­vinnu­rými.“

Raun­hæf­ari kost­ur

Tel­ur val­nefnd það raun­hæf­ari kost en hrein at­vinnu­rými m.a. með hliðsjón af aðkomu, ná­lægð við þjón­ustu inn­an hverf­is og raun­hæfni ann­ars rekstr­ar inn­an hverf­is. Þá verði enn frem­ur litið til þess við frek­ari þróun að skoða aukna fjöl­breytni í íbúðateg­und­um og stærðum,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Val­nefnd­ina skipuðu Guðrún Ingvars­dótt­ir arki­tekt, G. Odd­ur Víðis­son arki­tekt og Óðinn Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Yrk­is eigna, fast­eigna­fé­lags í eigu Festi.

Full­trú­ar Yrk­is kynntu í byrj­un maí til­lög­ur þriggja arki­tekta­stofa að upp­bygg­ingu á Ægisíðu 102. Stof­urn­ar voru Gríma arki­tekt­ar, Sei studio og Trípólí arki­tekt­ar og fólu hug­mynd­ir þeirra í sér blöndu af íbúðabyggð og smærri at­vinnu­rým­um.

Í til­kynn­ingu frá Festi seg­ir að í til­lögu Trípólí sé gert ráð fyr­ir að nú­ver­andi mann­virki – það er að segja af­greiðslu­hús bens­ín­stöðvar­inn­ar – standi að mestu leyti áfram og sé ætlað að mynda áfram sterkt kenni­leiti á staðnum. Þetta er sýnt á teikn­ing­unni hér fyr­ir ofan.

Torg og dval­ar­svæði

Um­hverf­is mann­virkið á að rísa rand­byggð með torg­um og dval­ar­svæðum en bílaum­ferð verður beint í bíla­kjall­ara und­ir suður­hluta lóðar­inn­ar næst götu.

Heimild: Mbl.is