Home Fréttir Í fréttum 500 milljóna stækkun hjá ÁTVR

500 milljóna stækkun hjá ÁTVR

98
0
Unnið að stækkun dreifingarmiðstöðvar ÁTVR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram­kvæmd­ir standa nú yfir við stækk­un dreif­ing­armiðstöðvar ÁTVR við Stuðlaháls í Reykja­vík. Sam­hliða þeim er unnið að end­ur­bót­um á skrif­stofu­hús­næði fyr­ir­tæk­is­ins. Sam­an­lagður kostnaður við þess­ar fram­kvæmd­ir er ríf­lega 500 millj­ón­ir króna.

<>
Skrif­stofu­hús­næði ÁTVR við Stuðlaháls fær and­lits­lyft­ingu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sigrúnu Ósk Sig­urðardótt­ur aðstoðarfor­stjóra ÁTVR er um að ræða 1.400 fer­metra viðbygg­ingu við nú­ver­andi dreif­ing­armiðstöð, stál­grind­ar­hús á einni hæð. Verkið var boðið út síðasta haust en kostnaðaráætl­un hljóðaði upp á rétt tæp­ar 550 millj­ón­ir króna. Sjö til­boð bár­ust og því lægsta var tekið, frá K16 ehf. upp á ríf­lega 494 millj­ón­ir króna. Að sögn Sigrún­ar eru áætluð verklok í apríl 2025.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is