Vinna við varnar- og leiðigarða austan Grindavíkur stendur enn yfir. Garðarnir eru orðnir tvöfaldir að hluta, þ.e. gerður hefur verið innri varnargarður.

Ljósmyndari Víkurfrétta flaug dróna yfir svæðið í dag. Í safni ljósmynda hér má sjá nokkrar myndir frá framkvæmdasvæðinu.

Einnig má sjá hvar mikil gufa stígur til himins þar sem miklar sprengingar voru í gær þegar kvika kom upp í gegnum grunnvatn.
Heimild: Vf.is