Home Fréttir Í fréttum Neikvæð raunávöxtun útleigu íbúða á Íslandi

Neikvæð raunávöxtun útleigu íbúða á Íslandi

51
0
Leigusturlunin er víða.

Þrátt fyrir að um­ræðan bendi til annars þá sýnir saman­burður að það sé ekkert sér­stak­lega hag­kvæmt að fjár­festa í í­búðar­hús­næði hér landi til þess að leigja út – að minnsta kosti ekki í evrópskum saman­burði.

<>

Raunávöxtun þess að fjárfesta í húsnæði til þess að leigja það út í Evrópu er það lægsta hér á landi að Tyrklandi undanskildu. Þetta má lesa úr nýlegum tölum í gagnagrunninum Global Property Guide sem er þekkt viðmið hjá þeim sem stunda fasteignaviðskipti.

Þegar litið er til nafn-ávöxtunar af því að leigja út húsnæði er ávöxtunin í meðaltali þess sem þekkist á meginlandinu.

Private Property Guide ber saman meðalleigu á eignum í helstu borgum eða þéttbýliskjörnum samanburðarlanda til að finna út meðalávöxtunina af leigustarfsemi. Alla jafna er stuðst við leiguverð á íbúðum en undantekningar eru gerðar í þeim tilvikum þar sem einbýli er ráðandi búsetuform.

Í úttekt útgáfunnar er miðað við að meðalleiguverð á íbúð með þremur svefnherbergjum í Reykjavík sé 2.233 evrur á mánuði eða um 333 þúsund krónur.

Meðalverðið á tveggja svefnherbergja íbúð í höfuðborginni er 1.883 evrur eða um 270 þúsund krónur á mánuði. Miðað við þessi verð er arðsemin af leigu stærri íbúðarinnar 5,06% og 4,35% af hinni minni.

Eðli málsins samkvæmt er verðið lægra en ávöxtunin enn minni þegar landsmeðaltalið er tekið.

Þetta þýðir að neikvæð raunávöxtun er af útleigu íbúða á Íslandi. Ávöxtunin af slíkri starfsemi er aðeins neikvæð í einu öðru Evrópuríki – Tyrklandi. Þar mælist nú verðbólga um 70%. Rétt er að taka fram að þessi samanburður tekur ekki til gjalda, viðhalds, skatta og annars þess kostnaðar sem fellur til við leigustarfsemi. Þar af leiðandi má álykta að ávöxtunin sé enn rýrari þegar allt er tekið til.

Af öllum ríkjum Evrópu er hagstæðast að leigja út íbúðir í Lettlandi og á Írlandi um þessar mundir. Nafnávöxtunin af útleigu íbúða í Lettlandi er ríflega 8% og 7,85% á Írlandi. Hún er einnig yfir 7% á Ítalíu. Meðalnafnávöxtunin er um 5% um þessar mundir. Raunávöxtunin af útleigu íbúða er að meðaltali um 2,4% í Evrópu um þessar mundir. Hún er neikvæð um tæpt prósent á Íslandi.

Samkvæmt einkunnarkvarða Global Property Guide er afar ábatasamt að kaupa íbúðarhúsnæði og leigja út í Lettlandi, á Írlandi og Ítalíu. Í næsta flokk skipa sér ríki á borð við Rúmaníu, Litháen, Bretland, Spán og Svartfjallaland en þar þykir hagstætt að stunda slík viðskipti.

© Aðsend mynd (AÐSEND) Skjáskot af Ruv.is

„Sturluð arðsemiskrafa“
Þessar tölur stangast á við málflutning Leigjendasamtakanna en Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður þeirra, hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin ár. Guðmundur skrifaði grein á Vísi þar sem hann fjallaði um leigusala og „sturlaðar arðsemiskröfur sem grafa undan lífskjörum leigjenda“.

Greinin fjallaði um þá fullyrðingu formannsins að leigusalar geri margfaldar ávöxtunarkröfur miðað við fjárfesta á hlutabréfamarkaði þar sem „það virðist vera fullkomið samkomulag um að fjárfestar á hlutabréfamarkaði geri ekki meiri kröfur en um 0,4-0,7% árlegar arðgreiðslur frá fyrirtækjum eða verðbréfasjóðum“.

Hvað sem þessum fullyrðingum líður virðast staðreyndir málsins vera aðrar. Þannig lækkaði vísitala leiguverðs á föstu verðlagi frá árunum 2019 til 2023.

Í síðustu fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans má lesa að hlutfall íbúðaverðs, byggingarkostnaðar og leiguverðs hefur haldist nokkuð stöðugt frá þeim tíma og þó svo að það hafi sveiflast nokkuð milli mánaða hefur það verið án leitni til hækkunar eða lækkunar.

Þetta brot úr lengri umfjöllun um leigumarkaðinn á Íslandi og í Evrópu sem birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út 29. maí.

Heimild: Vb.is