Home Fréttir Í fréttum Ekki gert ráð fyrir nýjum þyrlupalli

Ekki gert ráð fyrir nýjum þyrlupalli

49
0
Þyrlur flytja oft sjúklinga sem eru í bráðri hættu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki er gert ráð fyr­ir nýj­um þyrlupalli, hvort sem er á jörðu eða á þaki, í nein­um drög­um nýrr­ar viðbygg­ing­ar við Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri, SAk, sem reisa á sunn­an spít­al­ans á lóðinni þar sem nú­ver­andi þyrlupall­ur er. Á sama tíma eru eng­in áform um þyrlupall á Land­spít­al­an­um við Hring­braut, held­ur skuli hann vera í Naut­hóls­vík.

<>

Hildigunn­ur Svavars­dótt­ir, for­stjóri SAk, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að fram­kvæmda­stjórn SAk hafi sam­mælst um að Ak­ur­eyr­arflug­völl­ur geti, eins og hingað til, sinnt sjúkra­flutn­ing­um Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri.

„Við erum í raun ekki með form­leg­an þyrlupall hér við sjúkra­húsið, hann er hérna, hann hef­ur bara aldrei verið viður­kennd­ur sem slík­ur,“ seg­ir Hildigunn­ur og bæt­ir við að það sé ekk­ert sem segi að sjúkra­húsið eigi að hafa þyrlupall.

Spurð hvort þetta sé lok­aniðurstaðan svar­ar Hildigunn­ur að svo sé þar til annað komi í ljós.

Hver mín­úta skipt­ir máli
Viðar Magnús­son þyrlu­lækn­ir seg­ir í sam­tali við blaðið að til­gang­ur sjúkraþyrla sé að stytta tím­ann frá slysi og þar til komið er inn á sjúkra­hús. Það sé því að hans mati ekki skref í rétta átt að ekki sé gert ráð fyr­ir þyrlupalli við stærstu sjúkra­hús lands­ins.

Þá seg­ir Viðar að óviðun­andi sé að lenda með sjúk­ling í lífs­hættu á flug­velli, ferja hann úr þyrlunni í sjúkra­bíl og keyra með hann á sjúkra­hús, þar sem það taki um 15 til 25 mín­út­ur. „Hver mín­úta skipt­ir máli, sér­stak­lega þegar sjúk­ling­ur­inn má eng­an tíma missa,“ seg­ir Viðar.

Viðar minn­ir á mik­il­vægi þess að þyrlupall­ur sé til staðar við sjúkra­hús, hvort sem er í Reykja­vík eða á Ak­ur­eyri. Með því fyr­ir­komu­lagi taki það ein­ung­is tvær til fimm mín­út­ur að ferja sjúk­ling úr þyrlu og inn á sjúkra­húsið.

„Að sneiða fram hjá þess­um þætti þjón­ustu er al­veg út í hött,“ seg­ir Viðar. Hann bæt­ir við að vissu­lega sé ekki langt frá flug­völl­un­um að sjúkra­hús­un­um en það að þurfa að færa sjúk­ling úr einu far­ar­tæki í annað sé viðbótarflækj­u­stig og viðbót­ar­tími sem sjúk­ling­ur megi ekki missa. Þá sé það einnig kostnaðarsamt.

„Greini­legt er að þess­ar ákv­arðanir eru tekn­ar án sam­ráðs við þá sem þekkja best til,“ seg­ir Viðar.

Heimild: Mbl.is