Home Fréttir Í fréttum Grafið fyrir nýjum íbúðahúsum í Móahverfi á Akureyri

Grafið fyrir nýjum íbúðahúsum í Móahverfi á Akureyri

61
0
Mynd: Helgi Steinar Halldórsson.

Framkvæmdir við Lækjarmóa 2-8 í nýju Móahverfi ofan Síðuhverfis eru hafnar en þar reisir verktakinn SS Byggir fjögur fjölbýlishús með 72 íbúðum.

<>

Í Móahverfi verða um 1.100 íbúðir sem hýsa munu um 2.400 manns. Nú þegar hefur 11 lóðum fyrir um 270 íbúðir verið úthlutað og senn verður birt auglýsing um úthlutun rað-, par- og einbýlishúsalóða vestast og efst í hverfinu.

Halla Björk Reynisdóttir, formaður skipulagsráðs, segist skynja mikinn áhuga á því að taka þátt í uppbyggingu á Akureyri og að hröð uppbygging á nýjum íbúðahverfum á undangengnum árum sé til vitnis um það.

„Eftirspurn eftir nýju íbúðahúsnæði hefur verið meiri en framboðið hér á Akureyri eins og víða annars staðar í fjölmennustu sveitarfélögum landsins.

Uppbyggingu lýkur brátt í Hagahverfi og Holtahverfið er óðum að rísa. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það verður eftirsótt að búa og eignast húsnæði í Móahverfi því skipulag hverfisins er metnaðarfullt og stutt í alla þjónustu,“ segir Halla Björk Reynisdóttir.

Heimild: Akureyri.is