Home Fréttir Í fréttum Ný íbúðabyggð kynnt við Sóleyjarima

Ný íbúðabyggð kynnt við Sóleyjarima

91
0
Kort/mbl.is

Kynnt hef­ur verið í borg­ar­kerf­inu lýs­ing deili­skipu­lags vegna nýrr­ar íbúðabyggðar við Sól­eyj­arima í Grafar­vogi.

<>

Viðfangs­efnið er að deili­skipu­leggja lóðina þannig að unnt verði að koma fyr­ir byggð með 65-96 íbúðum.

Lóðin sem um ræðir af­mark­ast af göngu­stíg­um sem liggja að lóðamörk­um Sól­eyj­arima 6 (fjar­skipta­stöðin) til norðurs, Smár­arima til vest­urs, Rima­skóla til suðurs og göngu­stíg við Sól­eyj­arima til aust­urs.

Byggðin aust­an og vest­an meg­in lóðar ein­kenn­ist af 1-2 hæða ein­býl­is­hús­um og raðhús­um. Norðan við fjar­skiptamiðstöðina eru 4-5 hæða fjöl­býl­is­hús.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is