Home Fréttir Í fréttum Ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi

Ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi

71
0
Ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar í janúar skorti fullnægjandi rökstuðning að mati úrskurðarnefndar. mbl.is/Sigurður Bogi

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála hef­ur fellt ákvörðun bygg­ing­ar­full­trúa Kópa­vogs frá 8. mars úr gildi en í henni fólst höfn­un bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­ar um 126,5 fer­metra viðbygg­ingu með einni íbúð á tveim­ur hæðum við hús þar í bæn­um.

<>

Kærði um­sækj­andi höfn­un­ina og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi. Um­sókn sína lagði hann fram árið 2018 og sneri hún að 150 fer­metra íbúð. Við bygg­ing­una hefði áætlað bygg­ing­ar­magn farið úr 200 í 350 fer­metra og nýt­ing­ar­hlut­fall úr 0,26 í 0,46.

Á fundi skipu­lags­ráðs í ág­úst sama ár var lögð fram til­laga eft­ir breyt­ing­ar og kom hún til móts við hluta inn­sendra at­huga­semda. Eft­ir að kær­andi óskaði eft­ir út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is gerði bygg­ing­ar­full­trúi at­huga­semd­ir við er­indið sem ekki var svarað og rann leyfið út.

Ekki í sam­ræmi við laga­ákvæði

Árið 2021 var lögð fram upp­færð til­laga sem grennd­arkynna þurfti að nýju sam­kvæmt skipu­lagslög­um. Sótt var um að nýju árið 2022 og að lok­um í októ­ber í fyrra, en þá fyr­ir 126,5 fer­metra. Skipu­lags­ráð samþykkti að er­indið yrði grennd­arkynnt á grund­velli skipu­lagslaga. Málið var tekið fyr­ir að nýju á fundi ráðsins 18. des­em­ber og vísað til um­sagn­ar skipu­lags­deild­ar.

Á fundi skipu­lags­ráðs í janú­ar var málið tekið fyr­ir ásamt um­sögn skipu­lags­deild­ar og til­lög­unni í kjöl­farið hafnað þar sem hún væri ekki í fullu sam­ræmi við ramm­a­ákvæði Aðal­skipu­lags Kópa­vogs 2019–2040 hvað varðaði nýt­ing­ar­hlut­fall. Vísaði kær­andi til þess að í sjö ár hefði hann reynt að fá bygg­ing­ar­leyfi á um­ræddri lóð og hefði teikn­ing­um margsinn­is verið breytt til að koma til móts við kröf­ur ná­granna og bæj­ar­ins.

Kópa­vogs­bær taldi til­lög­una ekki í fullu sam­ræmi við ramm­a­ákvæði Aðal­skipu­lags Kópa­vogs 2019-2040. „Þrátt fyr­ir að vera ekki skýrt frek­ar eða nokk­ur rök færð fyr­ir niður­stöðunni hafi hún verið staðfest á fundi bæj­ar­stjórn­ar 13. fe­brú­ar 2024,“ skrif­ar kær­andi. Hann tel­ur að eng­in skil­yrði hafi verið til að hafna bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­inni og um­mæli um að nýt­ing­ar­hlut­fall sam­ræm­ist ekki ramm­a­ákvæði aðal­skipu­lags stand­ist ekki skoðun.

Ekki lotið að nýt­ing­ar­hlut­falli

Árið 2018 hafi kær­anda verið veitt bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir fram­kvæmd­um sem hefðu aukið nýt­ing­ar­hlut­fall lóðar­inn­ar í 0,43. Um­sókn­in sem hin kærða ákvörðun varði gangi skem­ur og hafi kær­andi því haft rétt­mæt­ar vænt­ing­ar um að um­sókn hans yrði samþykkt. Dreg­ur kær­andi í efa að nýt­ing­ar­hlut­fall lóðar­inn­ar hafi verið hin raun­veru­lega ástæða fyr­ir af­stöðu skipu­lags­ráðs enda stand­ist hún ekki skoðun.

Um­sagn­ir ná­granna hafi ekki lotið að nýt­ing­ar­hlut­falli lóðar­inn­ar held­ur fyrst og fremst að því að til stæði að breyta hús­inu í fjöl­býl­is­hús. Það að húsið sé skil­greint sem fjöl­býli styrki um­sókn­ina enda hafi skipu­lags­deild bent á að fyr­ir­hugað nýt­ing­ar­hlut­fall væri inn­an marka meðaltals á rað- og par­húsalóðum sam­kvæmt aðal­skipu­lagi. Kópa­vogs­bær benti á að bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­in sem kær­an varði hefði falið í sér tölu­verða aukn­ingu á bygg­ing­ar­magni. Lóðin sé staðsett á íbúðarsvæði.

Þétt­ing byggðar meg­in­mark­mið

Eitt af meg­in­mark­miðum gild­andi aðal­skipu­lags væri vissu­lega þétt­ing byggðar en þrátt fyr­ir það væri ekki þar með sagt að mögu­leiki væri á að þétta byggð á öll­um reit­um eða lóðum sveit­ar­fé­lags­ins Þar sem um­rædd lóð væri á ódeili­skipu­lögðu svæði eigi ramm­a­ákvæðin og mark­mið aðal­skipu­lags við um þétt­ingu á lóðinni.

Til­lag­an er hin kærða ákvörðun tæki til sam­ræmd­ist ramm­a­ákvæðum að und­an­skildu einu er varði nýt­ing­ar­hlut­fall. Bær­inn hafnaði því að ekki hefði verið gætt að rann­sókn­ar­reglu eða öðrum meg­in­regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar.

Í um­sögn skipu­lags­deild­ar væri að finna lista yfir nýt­ing­ar­hlut­fall á nær­liggj­andi lóðum. Væri nýt­ing­ar­hlut­fall nær­liggj­andi lóða frá 0,18–0,31 að und­an­skil­inni einni lóð sem hefði nýt­ing­ar­hlut­fall 0,43. Sam­kvæmt op­in­ber­um gögn­um hefði síðasta breyt­ing á því hús­næði verið samþykkt árið 1971 og gæti ekki verið for­dæm­is­gef­andi fyr­ir svæðið hvað nýt­ing­ar­hlut­fall varði.

Seg­ir úr­sk­urðar­nefnd­in deilt um lög­mæti þeirr­ar ákvörðunar bygg­ing­ar­full­trúa Kópa­vogs­bæj­ar að synja um­sókn kær­anda um leyfi fyr­ir 126,5 fer­metra viðbygg­ingu með einni íbúð á tveim­ur hæðum á vest­ur­hlið húss­ins á um­ræddri lóð.

Seg­ir svo í úr­sk­urði:

„Lóðin Mel­gerði 11 er á svæði þar sem ekki er í gildi deili­skipu­lag. Sam­kvæmt 2. mgr. 37. gr. skipu­lagslaga nr. 123/​2010 gild­ir sú meg­in­regla að gera skuli deili­skipu­lag fyr­ir svæði eða reiti þar sem fram­kvæmd­ir eru fyr­ir­hugaðar. Finna má und­an­tekn­ingu frá þeirri meg­in­reglu í 1. mgr. 44. gr. lag­anna þar sem seg­ir að þegar sótt er um bygg­ing­ar- eða fram­kvæmda­leyfi fyr­ir fram-kvæmd sem er í sam­ræmi við aðal­skipu­lag og deili­skipu­lag ligg­ur ekki fyr­ir geti sveit­ar­stjórn eða sá aðili sem heim­ild hef­ur til fullnaðaraf­greiðslu mála, sbr. 6. gr., ákveðið að veita megi leyfi án deili­skipu­lags­gerðar ef fram­kvæmd­in er í sam­ræmi við land­notk­un, byggðamynst­ur og þétt­leika byggðar. Skal skipu­lags­nefnd þá láta fara fram grennd­arkynn­ingu. Ef greind skil­yrði 1. mgr. 44. gr. eru ekki upp­fyllt er ekki heim­ilt að beita ákvæðum um grennd­arkynn­ingu og ber þá að deili­skipu­leggja viðkom­andi svæði í sam­ræmi við 2. mgr. 37. gr. lag­anna.“

Bygg­ing­ar­magn ekki hærra en meðal­nýt­ing­ar­hlut­fall

Í grein­ar­gerð Aðal­skipu­lags Kópa­vogs 2019-2040 sé að finna al­menn ramm­a­ákvæði sem gildi um þegar byggð hverfi. Ramm­a­ákvæðunum sé skipt upp í þrjá flokka, en bygg­ing­ar­leyf­is-um­sókn sú sem kæra þessi varðar falli und­ir flokka A og B. Í flokki A sé að finna eitt al­mennt ramm­a­ákvæði sem skipt sé upp í þrennt og eigi við öll hverfi Kópa­vogs, en í flokki B séu þrjú ákvæði sem eigi við um Digra­nes og Kárs­nes á ódeili­skipu­lögðum svæðum.

Sam­kvæmt ramm­a­ákvæði A1a skuli bygg­ing­ar­magn ný­bygg­inga að jafnaði ekki vera hærra en sem nem­ur meðal­nýt­ing­ar­hlut­falli nær­liggj­andi lóða. „Hin kærða synj­un á um­sókn kær­anda um bygg­ing­ar­leyfi var studd þeim rök­um að um­sókn­in væri ekki í fullu sam­ræmi við ramm­a­ákvæði Aðal­skipu­lags Kópa­vogs 2019–2040 hvað varðaði nýt­ing­ar­hlut­fall.

Rök­stuðning­ur ófull­nægj­andi

Er sá rök­stuðning­ur ófull­nægj­andi í ljósi fyr­ir­liggj­andi um­sagn­ar skipu­lags-deild­ar og þann fyr­ir­vara sem þar er gerður við reiknað meðal­nýt­ing­ar­hlut­fall nær­liggj­andi lóða. Er í þessu sam­bandi sér­stak­lega skír­skotað til nýt­ing­ar­hlut­falls par- og raðhúsalóða sam­kvæmt ákvæðum aðal­skipu­lags og dæma um nýt­ing­ar­hlut­fall slíkra lóða á um­ræddu svæði,“ seg­ir þá í úr­sk­urðinum.

Með vís­an til fram­an­greinds sé rök­stuðning­ur hinn­ar kærðu ákvörðunar hald­inn slík­um ágöll­um að fall­ast verði á kröfu kær­anda um ógild­ingu henn­ar. Felldi úr­sk­urðar­nefnd­in ákvörðun bygg­ing­ar­fulltú­ar þar með úr gildi.

Heimild: Mbl.is