Home Í fréttum Niðurstöður útboða Tilboð opnuð í viðbyggingu á Borg í Grímsnesi

Tilboð opnuð í viðbyggingu á Borg í Grímsnesi

370
0
Fyrirhuguð viðbygging við íþróttamiðstöðina á Borg

JJ pípulagnir áttu lægsta tilboðið í viðbyggingu íþróttamiðstöðvarinnar á Borg í Grímsnesi en tilboð í verkið voru opnuð í lok apríl.

<>

Tilboð JJ pípulagna hljóðaði upp á 338,9 milljónir króna og var 90% af kostnaðaráætlun Grímsnes- og Grafningshrepps, sem hljóðar upp á 377,7 milljónir króna.

Fjórir aðrir verktakar buðu í verkið og voru tilboð þeirra yfir kostnaðaráætlun. Al-Bygg bauð 387,6 milljónir króna, Alefli ehf 418 milljónir, Stéttafélagið ehf 477,7 milljónir og Land og verk ehf 494,6 milljónir króna.

Um er að ræða 700 m² viðbyggingu á tveimur hæðum við núverandi mannvirki. Í fyrsta áfanga verður gengið frá burðarvirki, frágangi utanhúss og neðri hæð byggingar frágengin að innanverðu.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaða tilboði verður tekið en tilboð og fylgigögn verða yfirfarin áður en tilkynnt verður um valið.

Heimild: Sunnlenska.is