Home Fréttir Í fréttum Bygging nýs skóla gæti kostað rúma 9 milljarða

Bygging nýs skóla gæti kostað rúma 9 milljarða

141
0
Einn valmöguleikinn er að skólinn verði þar sem bílastæðin eru fyrir utan KSÍ og Laugardalsvöll. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Mat á kostnaði við bygg­ingu nýs gagn­fræðiskóla í Laug­ar­daln­um í Reykja­vík sýn­ir að fram­kvæmd­in gæti kostað 9,3 millj­arða króna.

<>

Kem­ur þetta fram í skýrslu frá starfs­hópi sem vinn­ur að und­ir­bún­ingi fram­kvæmda vegna skóla og frí­stund­a­starfs í Laug­ar­daln­um og kynnt var skóla- og frí­stundaráði Reykja­vík­ur­borg­ar.

Eins og greint var frá á mbl.is í dag er hug­mynd­in sú að byggja nýj­an skóla í Laug­ar­dal fyr­ir ung­linga­stig grunn­skóla eða 8., 9. og 10. bekk.

Þrír skól­ar í hverf­inu verða þá ein­ung­is með börn í 1. – 7. bekk og hætta þá kennslu á ung­linga­stigi ef af verður. Eru það Laug­ar­nesskóli, Lauga­lækj­ar­skóli og Lang­holts­skóli. Nem­end­ur myndu þá koma úr þeim skól­um en einnig frá fleiri svæðum í ná­grenn­inu.

Gæti tekið fimm ár

Málið er til skoðunar í borg­ar­kerf­inu en verði þessi leið far­in þá gæti fram­kvæmd­in tekið 62 mánuði sam­kvæmt skýrsl­unni eða fimm ár. Bygg­inga­fram­kvæmd­in sjálf gæti tekið 30 mánuði en und­ir­bún­ing­ur­inn 32 mánuði.

Ný­bygg­ing­in yrði 8.400 fer­metr­ar en auk skól­ans væri þar einnig fé­lags­miðstöð.

Á þess­um tíma­punkti virðast þrjá lóðir í Laug­ar­daln­um koma til greina. Ein þeirra er norðan við Skauta­höll­ina og við hlið íþrótta­svæðis Þrótt­ar. Er hún 9.900 fer­metr­ar.

Önnur er á horni Suður­lands­braut­ar og Engja­veg­ar. Lóðin er 17.980 fer­metr­ar.

Sú þriðja er vest­an við aðal­stúku Laug­ar­dalsvall­ar og skrif­stofu KSÍ, þar sem nú eru bíla­stæði. Lóðin er 10.700 fer­metr­ar.

Hag­stof­an spá­ir tals­verðri fjölg­un

Í ljósi fólks­fjölg­un­ar er ekki út­lit fyr­ir að skóla­bygg­ing­arn­ar þrjár í hverf­inu geti annað eft­ir­spurn og talið er að dýrt og flókið yrði að stækka bygg­ing­arn­ar.

Gert er ráð fyr­ir 11% fjölg­un barna á aldr­in­um 6-15 ára á Íslandi frá 2030 til 2040 sam­kvæmt spám Hag­stofu Íslands. Þessi fjölg­un er háð óvissu, þ.e. varðandi það hvort hlut­fallið sé svipað í Reykja­vík og líka hvernig fjölg­un­in er milli hverfa í borg­inni. Gert er ráð fyr­ir að svæðið í kring­um Laug­ar­dal­inn verði áfram barn­margt hverfi.

Síðasta haust voru nem­end­ur 726 í Lang­holts­skóla, 408 í Lauga­lækj­ar­skóla og 557 í Laug­ar­nesskóla eða sam­tals 1.691. Einnig myndi nýr skóli sinna nem­end­um á ung­linga­stigi á nær­liggj­andi upp­bygg­ing­ar­reit­um við Grens­ás­veg, á Orkureit og í Skeif­unni.

Heimild: Mbl.is