Home Fréttir Í fréttum Mygla í Borgum á Akureyri – starfsstöð Fiskistofu lokuð

Mygla í Borgum á Akureyri – starfsstöð Fiskistofu lokuð

37
0
Skoða þarf alla bygginguna til að útiloka myglu á fleiri stöðum í Borgum. RÚV – Ágúst Ólafsson

Mygla hefur fundist í einu af mörgum skrifstofurýmum í Borgum á Akureyri. Höfuðstöðvar Fiskistofu eru lokaðar tímabundið af þessum sökum. Skoða þarf alla bygginguna til að útiloka myglu á fleiri stöðum.

<>

Við framkvæmdir í einu af skrifstofurýmunum í Borgum, þar sem starfsstöð Fiskistofu er til húsa, kom í ljós mygla undir gólfdúk sem verið var að fjarlægja.

Fiskistofa leitar að húsnæði til bráðabirgða

Höfuðstöðvar Fiskistofu eru í Borgum og verið er að leita að nýju húsnæði til bráðabirgða. Þorsteinn Hilmarsson, samskiptafulltrúi, segir þetta ekki hafa áhrif á starfsemina. Það sé mikil fjarvinna hjá Fiskistofu og starfsfólkið sinni verkefnum heima á meðan starfsstöðin er lokuð.

Ekki er hægt að koma á starfsstöð Fiskistofu á Akureyri að svo stöddu.
RÚV – Ágúst Ólafsson

Skoða þarf allt húsið í framhaldinu

Borgir eru í eigu Reita og Jón Kolbeinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri eignaumsýslusviðs, segir ljóst að skoða þurfi allt húsið. Enn sé ekki vitað hvort mygla er á fleiri stöðum en það verði að leita af sér allan grun og ráðast í lagfæringar ef hún finnst víðar.

Haft verði samstarf við leigutaka í húsinu, sem auk Fiskistofu eru meðal annars Háskólinn á Akureyri, Náttúrufræðistofnun, Jafnréttisstofa, Umhverfisstofnun og Matís.

Heimild: Ruv.is