
Fasteignafélagið Yrkir, dótturfélag Festi, hefur kynnt tillögur þriggja arkitektastofa að uppbyggingu á Ægisíðu 102 í Reykjavík. Á reitnum er nú bensínstöð N1 í eigu Festi.

Stofurnar eru Gríma arkitektar, Sei studio og Trípólí arkitektar og eru hugmyndir þeirra sýndar á myndum hér. Fela þær í sér blöndu af íbúabyggð og smærri atvinnurýmum.

Velja eina tillögu
Óðinn Árnason, framkvæmdastjóri Yrkis, segir öllum frjálst að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum varðandi nýju tillögurnar.

Valnefnd muni á næstu vikum velja eina af tillögunum til frekari vinnslu að loknu samráðsferli og yfirferð ábendinga. Í kjölfarið verði sú tillaga unnin frekar og svo óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á reitnum, með hliðsjón af vinningstillögunni, en skipulagið verði unnið í samráði við Reykjavíkurborg.



Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is