Framkvæmdir við endurbætur á skólahúsnæði grunnskólans eru í fullum gangi bæði í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla eins og flestir vita.

Í gærmorgun var enn einn áfanginn í uppbyggingunni tekinn þegar að steypuvinna við nýja botnplötu í Mýrarhúsaskóla hófst.

Verkefnið er umfangsmikið og gerðar miklar öryggisráðstafanir vegna nauðsynlegrar umferðar stórvirkra vinnuvéla á skólalóðinni vegna framkvæmdanna.
Heimild: Facebooksíða Seltjarnarnesbæjar