Home Fréttir Í fréttum Olíufélögin fái milljarða í afslátt frá borginni

Olíufélögin fái milljarða í afslátt frá borginni

58
0
Samningarnir voru undirritaðir áður en Framsókn gekk inn í meirihlutann. Dagur B. Eggertsson var þá borgarstjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykja­vík­ur­borg veitti olíu­fé­lög­um und­anþágur á gjöld­um sem nema millj­örðum króna. Til­laga um að innri end­ur­skoðun rýni aðdrag­anda samn­ing­anna var frestað á fundi borg­ar­ráðs í gærdag.

<>

Í samn­ing­un­um sem um ræðir þá þurfa olíu­fé­lög ekki að greiða innviðagjald né bygg­inga­rétt­ar­gjald á reit­um sem þeir hyggj­ast byggja á.

Þetta seg­ir Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, í sam­tali við mbl.is.

„Þarna eru boðin óeðli­leg kjör – kjör sem við höf­um ekki séð áður og við skilj­um ekki ástæðurn­ar sem liggja þar að baki. Þetta eru ríf­lega 6 hekt­ar­ar af landi þegar allt er talið og bygg­inga­rétt­ur­inn sem þarna er gef­inn af­slátt­ur af nem­ur fleiri millj­örðum, sem við vit­um að borg­ar­sjóður hefði gott af að fá í kass­ann,“ seg­ir Hild­ur.

Eng­in for­dæmi fyr­ir svona und­anþágum

Málið á ræt­ur að rekja til árs­ins 2019 þegar borg­ar­ráð samþykkti að fækka eldsneyt­is­stöðvum um 50% fyr­ir árið 2025.

Reykja­vík­ur­borg gerði þá samn­inga við rekstr­araðila og lóðar­hafa eldsneyt­is­stöðva í Reykja­vík sem eru þannig að olíu­fé­lög­in fara í ann­ars kon­ar upp­bygg­ingu á reit­un­um sem nú eru eldsneyt­is­stöðvar. Þeir samn­ing­ar voru samþykkt­ir árið 2021.

„Við höf­um frá upp­hafi talið þessa samn­inga mjög óeðli­lega og ekki for­dæmi fyr­ir því að samið sé um svona gríðarlega hag­stæði kjör eins og lá að baki þess­um samn­ing­um.

Þarna þurfa olíu­fé­lög­in ekki að greiða bygg­inga­rétt­ar­gjald af hús­næðis­upp­bygg­ingu og ekki svo­kallað innviðagjald – eins og all­ir aðrir upp­bygg­ing­araðilar hér í borg­inni. Við skilj­um ekki hvaða sjón­ar­mið liggja þar að baki,“ seg­ir Hild­ur.

Ekk­ert til­efni til að veita und­anþág­urn­ar

„Við telj­um eðli­legt að innri end­ur­skoðun verði falið að fram­kvæma út­tekt á aðdrag­and­an­um að þess­ari samn­ings­gerð og að samn­ing­un­um sjálf­um. Kanna hvort að eðli­leg sjón­ar­mið hafi legið þarna að baki og hvort að bestu hags­mun­um borg­ar­inn­ar hafi raun­veru­lega verið gætt við samn­ings­gerðina,“ seg­ir Hild­ur.

Hún seg­ir að ekk­ert til­efni hafi verið til að veita olíu­fé­lög­un­um svona hag­stæð kjör, sér­stak­lega ekki í ljósi þess að öðrum hafi ekki áður verið veitt­ar und­anþágur á fyrr­nefnd­um gjöld­um.

„Þetta eru auðvitað veru­lega verðmæt­ar lóðir og mik­il­væg­ir upp­bygg­ing­areit­ir í borg­inni, í ein­hverj­um til­fell­um mjög um­deild­ir – hvort að þar eigi að rísa íbúðabyggð eða hvort þá skuli nýta í þágu nærþjón­ustu í hverf­un­um.

Það er bara mjög óeðli­legt hvernig að þessu var staðið og við drög­um í efa að þarna hafi bestu hags­muna borg­ar­inn­ar og borg­ar­búa verið gætt,“ seg­ir Hild­ur.

Eins og fyrr seg­ir þá frestaði meiri­hlut­inn at­kvæðagreiðslu um málið í borg­ar­ráði fyrr í gærdag en Hild­ur kveðst von­ast til þess að kosið verði um til­lögu sjálf­stæðismanna á næsta borg­ar­ráðsfundi.

Heimild: Mbl.is