
Skoðað var á sínum tíma hvort nota mætti stíflu fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá sem brú yfir fljótið.
Frá því var fallið upplýsir Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun.
Þóra segir að eftir samráð við sveitarfélög og Vegagerðina hafi niðurstaðan orðið sú að best væri að hafa nýju brúna mitt á milli Hvamms- og Holtavirkjunar og sleppa þá umferð yfir stíflurnar.
Hvammsvirkjun er t.d. um sjö kílómetra fyrir ofan þéttbýlið í Árnesi svo nýr Búðafossvegur með brú þjónar betur samgöngum milli sveitarfélaga á svæðinu.
Heimild: Mbl.is











