Home Fréttir Í fréttum Úthlutun lóða hafin í nýju hverfi í Kópavogi

Úthlutun lóða hafin í nýju hverfi í Kópavogi

200
0
Mynd/Kópavogsbær

Opnað hef­ur verið fyr­ir til­boð í lóðir í fyrsta áfanga út­hlut­un­ar í Vatns­enda­hvarfi, sem er nýj­asta hverfið í Kópa­vogi.

<>

Í til­kynn­ingu á vef Kópa­vogs­bæj­ar kem­ur fram að í þess­um fyrsta áfanga verði sex lóðum fyr­ir fjöl­býl­is­hús út­hlutað.

Spenn­andi að fá nýtt hverfi í Kópa­vog­inn

Í hverf­inu er gert ráð fyr­ir 500 íbúðum í fjöl­býli, par- og raðhús­um auk ein­býl­is. Stefnt er að því að út­hluta öll­um lóðum á ár­inu en í nokkr­um áföng­um.

„Það er gríðarlega spenn­andi að fá nýtt hverfi í Kópa­vog­inn og við finn­um að það er mik­ill áhugi, enda góð staðsetn­ing á frá­bær­um út­sýn­is­stað í ná­lægð við mikla nátt­úru­feg­urð. Áhersla er lögð á fal­lega og um­hverf­i­s­væna byggð í Vatns­enda­hvarfi með góðum sam­göngu­teng­ing­um fyr­ir alla ferðamáta.

Þá munu íbú­ar njóta góðs af þeirri þjón­ustu sem fyr­ir er í nærum­hverf­inu auk þess sem reist­ur verður leik­skóli og grunn­skóli fyr­ir 1. til 4. bekk í þessu nýja hverfi.“ er haft eft­ir Ásdísi Kristjáns­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Kópa­vogs.

Stefnt er að því að út­hluta öll­um lóðum á ár­inu en í nokkr­um áföng­um. Mynd/​Kópa­vogs­bær

Verði bygg­ing­ar­hæf­ar eft­ir ár

Þá seg­ir að byggð í Vatns­enda­hvarfi muni falla vel að nær­liggj­andi svæðum og gróður og nátt­úra flétt­ist inn í opin svæði hverf­is­ins. Áhersla verður lögð á góðar sam­göngu­teng­ing­ar fyr­ir gang­andi, hjólandi og ak­andi veg­far­end­ur.

Hverfið stend­ur á Vatns­enda­hæð og af­mark­ast af Álf­konu­hvarfi, Turna­hvarfi, Kleif­a­kór og Arn­ar­nes­vegi.

Opið er fyr­ir til­boð í lóðir í fyrsta áfanga til 21.maí og stefnt er að því að lóðir í fyrsta áfanga verði bygg­ing­ar­hæf­ar í apríl 2025.

Heimild: Mbl.is