Home Fréttir Í fréttum Bjarg byggir fimm leiguíbúðir á Flúðum

Bjarg byggir fimm leiguíbúðir á Flúðum

49
0
Myndin er tekin sumarið 2023 og sýnir hið nýja hverfi við upphaf gatnagerðarframkvæmda. Ljósmynd/Hrunamannahreppur

Bjarg íbúðafélag hyggst byggja fimm íbúða raðhús við Loðmundartanga á Flúðum. Hrunamannahreppur leggur fram stofnframlag til verkefnisins sem gæti numið allt að 32 milljónum króna.

<>

Á fundi sveitarstjórnar fyrr í mánuðinum var áformum Bjargar fagnað en um er að ræða leiguíbúðir til úthlutunar fyrir einstaklinga sem eru virkir á vinnumarkaði og félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB.

Sveitarstjórn samþykkti einnig samhljóða að greiða stofnframlag til verkefnisins sem numið gæti allt að 32 milljónum króna miðað við að stofnvirði verkefnisins sé 263,5 milljónir króna.

Stofnframlag sveitarfélagsins greiðist annars vegar með þeim gjöldum sem til falla vegna lóðarinnar og hins vegar með beinu fjárframlagi sem greitt yrði annars vegar við upphaf framkvæmda og hins vegar við lok þeirra.

Heimild: Sunnlenska.is