Home Fréttir Í fréttum Eik fasteignafélag vill byggja við Gleráreyrar á Akureyri

Eik fasteignafélag vill byggja við Gleráreyrar á Akureyri

118
0
Myndir Kollgáta/EWik

Á fundi skipulagsráðs Akureyrarbæjar í gær var tekin til umræðu tillaga frá Kollgátu, sem Ingólfur Guðmundsson og Andrea Sif Hilmarsdóttir kynntu f.h hönd Eikar fasteignafélags um uppbyggingu á lóðum 2-8 við Gleráreyrar og svæðis vestan þeirra. Þessar hugmyndir kalla á breytingar á aðal- og deiliskipulagi svæðisins.

<>
Lóðin sem um ræðir liggur eftir endilangri Gleráreyrabrekkunni allt frá mörkum Gleráreyra 4 og vestur að Klettaborg.

Hugmyndin er að þar geti byggst allt að 120 íbúðir í fimm fjölbýlishúsum. Fjölbýlishús á 6-9 hæðum þar sem gert er ráð fyrir að efsta hæð verði ávalt inndregin.

Klettaborg til vinstri, neðsti hluti Byggðavegs.

Skipulagsráð tók jákvætt í málið og fól skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu í samræmi við það.

Heimild: Vikubladid.is