Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Staða framkvæmda við meðferðarkjarna Nýs Landspítala í lok apríl

Staða framkvæmda við meðferðarkjarna Nýs Landspítala í lok apríl

129
0
Mynd: NLSH ohf.

Í byrjun sumars, þegar lokið hefur verið við uppsteypuna, eru fjölmargir verkþættir í gangi og fleiri í burðarliðnum.

<>

„Uppsetning útveggjakerfis á stöng nr. 1 er vel á veg komin, sérstaklega á norðurhlið hússins þar sem verulegur hluti er þegar klæddur.

Góður gangur er einnig í uppsetningu þakkanta í stöng 1. Unnið er að uppsetningu vinnulagna í húsinu og búið að setja upp lagnir í kjallara.

Í stöngum 1 og 2 er undirbúningur byrjaður vegna ílagna og málningarvinnu í kjallara. Þakfrágangur fer senn í gang, en hann byrjar í stöng 1 og færist til austurs á eftir uppsetningu útveggjaeininga og þakkanta,“ segir Árni Kristjánsson staðarverkfræðingur NLSH.

Fjölgun hefur orðið á þeim fjölda starfsmanna sem eru á vegum litháíska útveggjaframleiðandans Staticus og uppsetning á útveggjaeiningum á stöng 1 er á lokametrunum.

Að því loknu tekur við vinna á fjórðu hæð stangar 1 sem er hefðbundnari gluggafrágangur. Einnig er hafin undirbúningsvinna á stöng 2 og 3 og búið er að setja upp nokkrar einingar á norðurhlið þar sem steinklæðning er farin að sjást.

Áætlað er að um það bil 1/5 af uppsetningu á einingum sé lokið þó að enn sé eftir nokkur vinna við lokafrágang uppsettra eininga.

Gert er ráð fyrir að uppsetningu eininga á stöng 2 verði lokið á næstu fjórum til sex vikum og áætlað að allt að 30 – 40 einingar séu settar upp daglega miðað við góðar aðstæður á verkstað.

Heimild: NLSH ohf.