Home Fréttir Í fréttum Kostnaður meiri en milljón á fermetra

Kostnaður meiri en milljón á fermetra

100
0
Lokað vegna myglu. Undirbúnings- og greiningarvinna tók eitt ár. Áætluð verklok eru haustið 2025. Börnin eru í Ævintýraborg á meðan.

Kostnaður vegna myglu í skól­um og leik­skól­um Reykja­vík­ur­borg­ar er á bil­inu 1,14-1,47 millj­ón­ir á fer­metra, að því er fram kem­ur í svari um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

<>

Borg­ar­ráð samþykkti á fundi sín­um 11. apríl sl. að bjóða út fram­kvæmd­ir vegna end­ur­bóta á hús­næði Hálsa­skóg­ar í Breiðholti. Kostnaðaráætl­un var sögð 550 millj­ón­ir króna.

Leik­skól­inn hef­ur verið lokaður frá upp­hafi árs 2023 og starf­sem­in tíma­bundið verið í Ævin­týra­borg í Voga­byggð. Frá þeim tíma hef­ur verið unnið við grein­ing­ar- og und­ir­bún­ings­vinnu og búið er að fjar­lægja þá bygg­ing­ar­hluta sem reynd­ust vera skemmd­ir og þarfn­ast end­ur­nýj­un­ar.

Morg­un­blaðið sendi fyr­ir­spurn til borg­ar­inn­ar um um­fang verks­ins og hvaða skýr­ing lægi að baki svo hárri fjár­hæð fyr­ir 430 fer­metra hús­næði. Miðað við kostnaðaráætl­un er fer­metra­verðið þá um 1,3 millj­ón­ir króna.

Í svar­inu kem­ur fram að í grunn­inn sé öll bygg­ing­in end­ur­nýjuð, all­ar lagn­ir og allt þak. Í raun standi bara steinn­inn eft­ir.

Bætt er við loftræsi­kerfi með varma­skipti ásamt því að öll ein­angr­un er þykkt og fæst fram um 30-40% orku­sparnaður með til­heyr­andi minnk­un á heita­vatns­notk­un.

Inni í kostnaðartöl­um er end­ur­nýj­un á öll­um hús­gögn­um og búnaði fyr­ir leik­skól­ann ásamt hönn­un­ar­kostnaði og Svans­vott­un. Áætluð verklok eru haustið 2025.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is