Home Fréttir Í fréttum Skorar á Vegagerðina að koma upp göngubrú yfir Ölfusá

Skorar á Vegagerðina að koma upp göngubrú yfir Ölfusá

60
0
Handriðið milli gangbrautarinnar og akreinarinnar var illa farið eftir áreksturinn. Ljósmynd/Guðmundur Pálsson

Bæjarráð Árborgar skorar á Vegagerðina að setja á dagskrá stakstæða göngubrú yfir Ölfusá sem allra fyrst, svo tryggja megi neyðarleið viðbragðsaðila ásamt öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á brúnni.

<>

Þessi áskorun var samþykkt samhljóða í bæjarráði í síðustu viku eftir umferðarslys sem varð á brúnni síðastliðinn miðvikudag. Þar lentu tvær bifreiðar saman og önnur þeirra lenti hafnaði á handriði milli akgreinar og gönguleiðar.

Í bókun sinni áréttar bæjarráð fjölmargar fyrri bókanir um mikilvægi stakstæðrar göngubrúar yfir Ölfusá.

Samkvæmt heimildum sunnlenska.is eru teikningar af þeirri brú þegar til og hefur sveitarstjórnarfólk í Árborg þrýst reglulega á að hún komi til framkvæmda.

Heimild: Sunnlenska.is